Freisting
Kokkurinn knái

Lögreglan í Reykjavík hafði hendur hári austur-evrópskra, fisk- og bílþjófa í fyrrakvöld. Kokkur við veisluþjónustu við Suðurlandsbraut saknaði fiskréttaveislu sem hann hafði útbúið fyrir mektarfólk í bænum.
Hann hafði snör handtök og útbjó nýja veislu. Þegar senda átti fiskréttina kom á daginn að fyrirtækisbílnum hafði verið stolið. Hófst nú dramatísk atburðarás; vinur kokksins sá bílinn á ferð. Þeir félagar á tveimur jafnfljótum eltu bílinn uppi og stöðvuðu för annars þjófsins en þeir voru tveir.
Var nú löggan kölluð til sem gómaði þriðja bófann en einn slapp. Nú blandast í söguna fjölskylda að borða pizzu sem verið hafði vitni að handtökunni og undankomu þriðja bófans. Upplýsingar fjölskyldunnar urðu til þess að hann var gómaður og fjórir meintir glæponar til viðbótar þar sem þeir voru þarna í grenndinni, að talið er að möndla með þýfi.
Þarna varð vaskur kokkur, félagi hans og árvökul fjölskylda til þess að upplýsa glæpamál, sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglunni.
Greint frá á fréttavefnum Ruv.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





