Vertu memm

Uncategorized

Rafn Þórisson Íslandsmeistari Barþjóna 2007

Birting:

þann

Rafn Þórisson
Rafn Þórisson Íslandsmeistari Barþjóna 2007

Íslandsmeistaramót barþjóna var haldið á Nordica Hótel í gærkveldi sunnudaginn 6. maí og keppt var í þurrum drykkjum (pre-dinner) eða fordrykkir.

Þrettán keppendur mættu til leiks og hristu og hrærðu af mikilli innlifun með það eitt markmið, að vinna.

Leikar fóru þannig að Rafn Þórisson Nordica Hótel kom sá og sigraði í sinni fyrstu keppni. Rafn var krýndur til íslandsmeistara og keppir fyrir Ísland á heimsmeistaramóti barþjóna í Taiwan í nóvember næstkomandi.

Auk þess hlaut hann margt góðra verðlauna, sem öll eru gefin af styrktaraðilum Barþjónaklúbbs Íslands.

Úrslit fyrstu þrem sætum voru eftirfarandi:

  1. Rafn Þórisson Nordica Hótel
  2. Jónína Gunnarsdóttir, Kaffi Reykjavík
  3. Ólöf Eðvarðsdóttir, Kaffi Reykjavík.

Gamli refurinn Guðmundur Sigtryggsson Nordica Hótel, íslandsmeistari 2006, sýndi mestu fagmennskuna og sigraði í faglegum vinnubrögðum.

Þitt álit

Aðrir fjölmiðlar sem einnig fjölluðu um Íslandsmót Barþjóna

Fréttablaðið, sjá nánar hér

 

Heimild Bar.is

Mynd: Freisting.is/Hinrik Carl

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið