Uncategorized
Rafn Þórisson Íslandsmeistari Barþjóna 2007
|
Íslandsmeistaramót barþjóna var haldið á Nordica Hótel í gærkveldi sunnudaginn 6. maí og keppt var í þurrum drykkjum (pre-dinner) eða fordrykkir.
Þrettán keppendur mættu til leiks og hristu og hrærðu af mikilli innlifun með það eitt markmið, að vinna.
Leikar fóru þannig að Rafn Þórisson Nordica Hótel kom sá og sigraði í sinni fyrstu keppni. Rafn var krýndur til íslandsmeistara og keppir fyrir Ísland á heimsmeistaramóti barþjóna í Taiwan í nóvember næstkomandi.
Auk þess hlaut hann margt góðra verðlauna, sem öll eru gefin af styrktaraðilum Barþjónaklúbbs Íslands.
Úrslit fyrstu þrem sætum voru eftirfarandi:
-
Rafn Þórisson Nordica Hótel
-
Jónína Gunnarsdóttir, Kaffi Reykjavík
-
Ólöf Eðvarðsdóttir, Kaffi Reykjavík.
Gamli refurinn Guðmundur Sigtryggsson Nordica Hótel, íslandsmeistari 2006, sýndi mestu fagmennskuna og sigraði í faglegum vinnubrögðum.
Aðrir fjölmiðlar sem einnig fjölluðu um Íslandsmót Barþjóna
Fréttablaðið, sjá nánar hér
Heimild Bar.is
Mynd: Freisting.is/Hinrik Carl
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025