Freisting
Chef Hilmar (Hilmar B. Jónsson) orðinn vörumerki í BNA
Icelandic USA hefur hafið framreiðslu á nýjum vörum með andliti Hilmars sem vörumerki. Eftir að hafa ferðast um Bandaríkin í 15 ár er hann orðinn þekktur í bransanum og flestir dreifiaðilar vita hver hann er, einnig hundruðir kokka og veitingahúsa eigenda.
Einnig eru þeir hjá Icelandic með 54 umboðsmenn um allt landið og þeir með hundruðir sölumanna á sínum snærum sem allir þekkja Hilmar og vilja gjarnan selja vöru með hans nafni á.
Þetta eru fjórar fisktegundir, villtur lax, ufsi, tilapia og Mahi Mahi. Fiskurinn hefur grill-merki í kross, sem er brennt í fiskinn frosinn. Hann er síðan þakinn með olíu með smjörbragði. Svo er Reyktur laxahringur með rjómaosti í tveimur stærðum, 22 og 11 oz. Hann er skorinn í sneiðar og 4 oz. Laxakökur. Semsagt 6 tegundir. Þessar vörur hafa fengið mjög góðar viðtökur.
Uppskrifta kort eru í öllum kössum og auglýsingar hafa verið í tveimur matarblöðum.
Hver er Hilmar B Jónsson?
Hilmar B Jónsson hóf að læra Matreiðslu á Matstofu Austurbæjar árið 1962 og var Ragnar Gunnarsson meistari hans. Einnig var Hilmar á Hótel Sögu og Valhöll á námsárum sínum.
Hann útskrifast árið 1966 og réðist til starfa á Hótel Loftleiðum og var þar meira og minna til 1982 með smá stoppi þegar Hótel Esja opnaði. Stofnaði árið 1981 Gestgjafann og gaf út í sjö ár. Árið 1988 stofnaði hann Matreiðsluskólann Okkar og rak í nokkur ár. Frá árinu 1990 hefur hann starfað hjá Icelandic við kynningu og sölu á Íslenskum fiski í Bandaríkjum og hefur hann á þessum ferðum heimsótt 47 fylki Bandaríkjanna.
-
Hilmar var einn af stofnfélögum Klúbbs Matreiðslumeistara árið 1972.
-
Hann var Forseti KM frá 1986 til 1992. Sat í stjórn NKF um árabil.
-
Er handhafi Gordon Blue og Gordon Rouge orðanna.
-
Var Matreiðslumeistari Forseta Íslands frá 1980 til 1992.
-
Er meðlimur í KM, NKF, ACF og RCA.
Greint frá á heimasíðu KM (Chef.is)

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni