Freisting
Samkeppniseftirlitið segir Osta- og smjörsöluna hafa brotið samkeppnislög
Samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins braut Osta- og smjörsalan samkeppnislög með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu.
Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins er Osta- og smjörsalan sögð hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu Mjólku.
Osta- og smjörsalan sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, þar sem segir að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að kaupendur undanrennudufts frá Osta- og smjörsölunni fengu mismunandi kjör. Þá er í yfirlýsingunni frá því greint að kjörin hafi verið leiðrétt um leið og athugasemd barst Samkeppniseftirlitinu fyrir um ári síðan.
Ólafur F. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir það hrein og klár ósannindi að kjörin hafi verið leiðrétt. Við erum ennþá að kaupa undanrennuduftið á umtalsvert hærra verði en aðrir kaupendur. Þetta eru ekki mannleg mistök heldur einbeittur vilji fyrirtækisins að selja okkur duftið á hærra verði en öðrum.“
Ólafur segist jafnframt ætla að kvarta yfir fleiri málum til Samkeppniseftirlitsins vegna meintra undirboða Osta- og smjörsölunnar. Ekki náðist í gær í Magnús Ólafsson, forstjóra Osta- og smjörsölunnar.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





