Freisting
Samkeppniseftirlitið segir Osta- og smjörsöluna hafa brotið samkeppnislög
Samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins braut Osta- og smjörsalan samkeppnislög með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu.
Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins er Osta- og smjörsalan sögð hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu Mjólku.
Osta- og smjörsalan sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, þar sem segir að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að kaupendur undanrennudufts frá Osta- og smjörsölunni fengu mismunandi kjör. Þá er í yfirlýsingunni frá því greint að kjörin hafi verið leiðrétt um leið og athugasemd barst Samkeppniseftirlitinu fyrir um ári síðan.
Ólafur F. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir það hrein og klár ósannindi að kjörin hafi verið leiðrétt. Við erum ennþá að kaupa undanrennuduftið á umtalsvert hærra verði en aðrir kaupendur. Þetta eru ekki mannleg mistök heldur einbeittur vilji fyrirtækisins að selja okkur duftið á hærra verði en öðrum.“
Ólafur segist jafnframt ætla að kvarta yfir fleiri málum til Samkeppniseftirlitsins vegna meintra undirboða Osta- og smjörsölunnar. Ekki náðist í gær í Magnús Ólafsson, forstjóra Osta- og smjörsölunnar.
Greint frá á visir.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni