Freisting
Hafliði Ragnarsson tilnefndur fyrir lofsvert framtak á matvælasviði
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari Íslands hefur verið tilnefndur að hljóta „FJÖREGG MNÍ“, fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. „Fjöreggið“, sem er íslenskt glerlistaverk, er veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.
Félaginu barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa Fjöreggsins, en Hafliði er tilnefndur ásamt fjórum öðrum, en þau eru:
Gallerý fiskur
Fyrir að eiga þátt í að gera fisk að veislumat.
Mjólka,
Fyrir frumkvöðlastarf.
Móðir náttúra
Fyrir skólamáltíðir.
Guðrún Adolfsdóttir hjá Rannsóknaþjónustunni Sýni
Fyrir nýstárleg námskeið og ráðgjöf fyrir eldhús og mötuneyti.
Hafliði með HR konfekt
Fyrir útflutning á handgerðu íslensku konfekti.
Dómnefnd MNÍ að störfum
Tilkynnt verður hver hlýtur Fjöregg MNI 2006 við setningu matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands á Hótel Loftleiðum þann 20.október næstkomandi og mun Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afhenda Fjöreggið. Yfirskrift matvæladagsins er að þessu sinni Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun.
Heimasíða Hafliða: www.konfekt.is
Við hér hjá Freistingu óskum honum Hafliða góðs gengis.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni