Freisting
Hafliði Ragnarsson tilnefndur fyrir lofsvert framtak á matvælasviði
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari Íslands hefur verið tilnefndur að hljóta „FJÖREGG MNÍ“, fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. „Fjöreggið“, sem er íslenskt glerlistaverk, er veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.
Félaginu barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa Fjöreggsins, en Hafliði er tilnefndur ásamt fjórum öðrum, en þau eru:
Gallerý fiskur
Fyrir að eiga þátt í að gera fisk að veislumat.
Mjólka,
Fyrir frumkvöðlastarf.
Móðir náttúra
Fyrir skólamáltíðir.
Guðrún Adolfsdóttir hjá Rannsóknaþjónustunni Sýni
Fyrir nýstárleg námskeið og ráðgjöf fyrir eldhús og mötuneyti.
Hafliði með HR konfekt
Fyrir útflutning á handgerðu íslensku konfekti.

Dómnefnd MNÍ að störfum
Tilkynnt verður hver hlýtur Fjöregg MNI 2006 við setningu matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands á Hótel Loftleiðum þann 20.október næstkomandi og mun Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afhenda Fjöreggið. Yfirskrift matvæladagsins er að þessu sinni Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun.
Heimasíða Hafliða: www.konfekt.is
Við hér hjá Freistingu óskum honum Hafliða góðs gengis.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni5 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





