Freisting
Mosfellsbakarí með nýjan vef
Mosfellsbakarí er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1982 af hjónunum Ragnari Hafliðasyni og Áslaugu Sveinbjörnsdóttir. Síðan þá hefur bakaríið vaxið og dafnað og í dag eru reknar tvær verslanir, í Urðarholti 2, í Mosfellsbæ og að Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík.
Sonur þeirra, Hafliði Ragnarsson, kom heim frá námi 1997 og tók við framleiðslustjórn og hóf að framleiða gourmet súkkulaði undir eigin nafni, en hægt er að skoða úrvalið hér á heimasíðu Hafliða www.konfekt.is
Í janúar árið 2001 keypti Mosfellsbakarí eitt elsta bakarí landsins, Miðbæjarbakarí, af Hermanni Bridde bakarameistara, og rekur þar nú verslun sem er verið að breyta og stækka. Stendur til að opna aftur þessa gæsilegu búð í byrjun október 2006.
Heimasíða Mosfellsbakarí: www.mosfellsbakari.is
Það var Tónaflóð sem sá um hönnun og uppsetningu á báðum heimasíðunum www.konfekt.is og www.mosfellsbakari.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var