Freisting
KM hjá Þorbirni-fiskanesi
Í þessum töluðum orðum eru klúbbfélagar KM í Grindavík og er dagskráin hjá þeim félögum vel skipulögð. Fyrst er farið og skoðað Þorbjörn-fiskanes sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki hér á Íslandi.
Þann 1. júlí árið 2000 sameinuðust þrjú rótgróin sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum og voru það Þorbjörn hf. og Fiskanes hf í Grindavík ásamt Valdimar hf. í Vogum og í dag heitir fyrirtækið Þorbjörn-fiskanes.
Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. var upphaflega stofnað þann 24. nóvember árið 1953. Stofnendur voru fjórir sjómenn úr plássinu ásamt eiginkonum sínum, en þeir voru: Sigurður Magnússon, Kristinn Ólafsson, Sæmundur Sigurðsson og Tómas Þorvaldsson.
Fiskanes hf. var stofnað í Grindavík í desember árið 1965, en meginhlutverk þess var að stunda hefðbundna fiskiskipaútgerð ásamt vinnslu í landi sem einkenndist af saltfiskverkun.
Valdimar hf var stofnað þann 20. desember 1969 af bræðrunum Guðmundi Ívari, Ragnari og Magnúsi Ágústssonum ásamt eiginkonum Guðmundar og Magnúsar.
Alþjóðlegi kokkadagurinn er einn liður á dagskrá hjá KM félögum, en hann er haldinn ár hvert þann 20 október, en í ár hjá KM verður kokkadagurinn í samstarfi með Beinvernd sem vill svo skemmtileg til að bæði Beinvernd heldur upp á alþjóðlegan beinverndardag einnig sama dag þann 20. október ár hvert. Það verður spennandi að fylgjast með þessu samtarfi.
Ostadagarnir verða að sjálfsögðu á dagskrá, en þeir voru haldnir síðastliðna helgi þar sem kokkalandsliðið stillti upp sitt glæsilega kalda borði sem er liður í undirbúning fyrir heimsmeistarakeppnina í Lúx, sjá nánar um það hér.
Og síðast en ekki síðst, þá hafa KM félagar tekið upp þráðinn líkt og Freisting með Ung Freistingu að bjóða Ungkokkum sínum einnig til félagsfundar.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?