Uncategorized
Vínklúbbsfundur Vínbarsins og Smakkarinn.is
Jæja loksins hefst vetrarstarfsemi vínklúbbsins og við ætlum að byrja með glæsibrag. Eins og flestir vínáhugamenn vita tóku bandarísk vín frá Napa Valley Bordeaux vínin í nefið í blind smakki einu sinni enn!! Hér á klakanum ætlum við að halda okkar eigin keppni.
Þó við höfum ekki efni á dýrustu vínunum ætlar vínsmakkarinn að velja 4 bestu Bordeaux vínin undir 3.000 kr. og 4 bestu Napa Valley vínin undir 3.000 kr. (að hans mati). Síðan verður vínunum stillt upp í blindsmakk til að komast að því hvort er í raun betra Bordeaux eða Napa Valley? Reynt verður að hafa vínin í sama árgangi eða mjög nálægt því. Stigagjöfin verður einföld, besta vínið verður valið númer 1 og versta vínið númer 8! Svo að sjálfsögðu verður smá snarl frá Gunna Palla eftir smakkið.
Vegna þess að það verða fleiri vín en venjulega verður verðið aðeins hærra en venjulega eða 4.000 kr. á mann.
Hafðu samband við vínsmakkarann á e-mail [email protected] eða í gsm:693-6526 til að tryggja þér sæti á smakkið.
Mundu að smakkið er fyrst og fremst til að hafa gaman af og hitta gott fólk sem hefur sama áhugamál.
Í von um að heyra frá sem flestum.
Með kveðju,
Vínsmakkarinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





