Freisting
Latibær í bíó og veitingastaðir í deiglunni
Íþróttaálfurinn Magnús Scheving ætlar að gera bíómynd um Latabæ og hyggur að stofnun veitingahúsakeðju undir sama nafni, samkvæmt viðtali sem breski fréttavefurinn Telegraph átti við Magnús og birt var í gær.
Kjartan Már Kjartansson, talsmaður Latabæjar, segir bíómyndina vera í frumvinnslu en vildi ekki staðfesta hvort veitingahúskeðja væri í bígerð. Það eru ýmis verkefni á undirbúningsstigi en það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um þau,“ sagði Kjartan Már í samtali við Fréttablaðið í gær. Bíómyndin er í frumvinnslu en nú liggur öll okkar vinna í að klára næstu þáttaröð.“
Í viðtalinu við Telegraph er Magnús Scheving sagður vera svar Íslands við sjónvarpskokkinum Jamie Oliver, sem barist hefur fyrir bættu fæði í breskum skólum. Þá kemur þar fram að með Latabæjarþáttunum hafi grænmetis- og ávaxtaneysla hjá íslenskum börnum aukist um 20%. Í lok viðtalsins er Magnús sagður ætla að opna veitingahúsakeðju undir nafni Latabæjar og að hann væri til í að fá sjónvarpskokkinn Jamie Oliver til liðs við sig. Ég gæti séð um æfingarnar og hann um matinn. Ég held að við gætum myndað gott teymi,“ hefur Telegraph eftir Magnúsi.
Í viðtalinu kemur jafnframt fram að leikstjórinn Quentin Tarantino hafi heillast svo af því einstaka samspili sem brúðurnar og alvöru leikarar mynda í þáttunum að hann hafi heimsótt upptökuverið í Garðabæ.
Tökur á annarri þáttaröð Latabæjar standa nú yfir en alls verða teknir upp átján þættir fyrir þessa röð. Þættirnir eru nú sýndir í 103 löndum og voru meðal annars teknir til sýningar á BBC2 fyrir skömmu.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans





