Vertu memm

Freisting

Sláturleyfishafar keppa um kjötið

Birting:

þann

Sláturleyfishafar keppa sín á milli um slátrun og afsetningu á dilkum sauðfjárbænda nú í haust. Sláturhús KS á Sauðárkróki og SAH Afurðir ehf. á Blönduósi bjóða að sögn forsvarsmanna félaganna ívið hækka verð en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda.

Eftirspurn er mikil eftir dilkakjöti úr sumarslátrun og selst allt jafnóðum sem slátrað er þessar vikurnar.

Sumarslátrun hófst 10. ágúst hjá SAH Afurðum og að sögn Sigurðar Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eru viðtökur góðar, allt selst sem í hús kemur bæði ferskt og frosið. Bæði SAH Afurðir ehf. og Sláturhús KS bjóða sauðfjárbændum uppgjör afurða jafn óðum og þær berast. Sú breyting er á frá því sem verið hefur að nú er flutningskostnaði og greiðslum fyrir innmat og gærur deilt niður á kílóverð til framleiðenda.

Hjá SAH Afurðum ehf. er gert ráð fyrir að slátra 3.500 til 5.000 dilkum fyrir mánaðarmót en að sögn Ágústs Viðars Andréssonar, sláturhússtjóra hjá KS, er sumarslátrun með minna móti hjá þeim eða um 1.500 dilkar fyrir mánaðarmót. Ágúst segir erfitt að fá dilka til slátrunar og gerir ráð fyrir að svo verði áfram þar til fé verður smalað af fjalli aðra helgina í september.

Búist er við að í heild verði slátrað ríflega 550.000 fjár á þessu ári á öllu landinu. Þar af eru fjórar afurðastöðvar áberandi stærstar. Kaupfélag Skagfirðinga er helmings eigandi í Sláturhúsi KVH ehf. á Hvammstanga en þar er gert ráð fyrir að slátrun hefjist mánudaginn 11. september nk. og verður slátrað um 75.000 fjár í húsinu. Ráðgert er síðan að slátra ríflega 100.000 fjár í Sláturhúsi KS á Sauðárkróki og fara því samanlagt um 175.000 fjár í gegnum þessi hús á árinu, en auk þess hefur Sláturhús KS með slátrun í Króksfjarðarnesi að gera. Þar var slátrað um 11.000 fjár í fyrrahaust. Norðlenska ehf. slátrar væntanlega tæplega 115.000 fjár á Húsavík og Höfn í Hornafirði og búist er við að Sláturfélag Suðurlands afsetji um 110.000 fjár. Að sög Sigurðar Jóhannessonar verður slátrað 75-80.000 fjár í sláturhúsinu á Blönduósi en þar var slátrað um 78.000 í fyrra. Heimild: Fréttablaðið Feykir

Greint frá á Huni.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið