Vertu memm

Frétt

Býður 80 manns í kjötsúpuveislu á Þjóðhátíð

Birting:

þann

Puffin - Lundi

Þjóðhátíð í Vestmanneyjum hefst með Húkkaraballinu í kvöld. Hátíðin verður svo sett með formlegum hætti á morgun og stendur fram undir morgun á mánudag.

Vestmannaeyingar hafa verið á fullu við undirbúning síðustu vikurnar. Fréttablaðið hafði upp á einum heimamanni sem lætur sig aldrei vanta í Herjólfsdalinn.

„Ég held að ég hafi farið á eitthvað um 65 Þjóðhátíðir, ég hef alla vega farið frá því ég man eftir mér,“

segir Guðjón Ólafsson frá Gíslholti í samtali við visir.is. Hann segir að allir í fjölskyldunni séu mikið Þjóðhátíðarfólk, enda hafi hann og systkini hans öll tengst íþróttahreyfingunni náið.

„Það er alltaf lögð mikil áhersla á skreytingar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og þar hef ég komið nærri í áratugi,“

segir Guðjón sem hefur einbeitt sér helst að málningarvinnu fyrir hátíðina. Guðjón er orðinn sjötugur og segist lítið hafa verið í undirbúningnum í ár. Hann hafi þó aðeins „flíkkað upp á Þjóðhátíðarmerkið,“ eins og hann orðar það.

Auglýsingapláss

„Synir mínir eru alfarið teknir við af mér núna.“

Guðjón á tvo syni, þá Ósvald og Ólaf Tý, og segir þá ekki þekkja annað en að taka virkan þátt í undirbúningi Þjóðhátíðar. Sterk hefð hefur myndast hjá fjölskyldu Guðjóns og hún tengist sonunum tveimur náið.

„Við erum alltaf með kjötsúpuveislu á laugardagskvöldinu. Það er hefð sem komst á þegar strákarnir voru í skóla á Laugarvatni og hófu að koma með vini og skólafélaga hingað heim. Núorðið er þetta eiginlega opið hús og hingað kemur jafnvel fólk sem maður þekkir hvorki haus né hala á.Ætli það séu ekki allt að 80 manns sem eru að mæta í kjötsúpuveisluna og fyrir okkur er þetta hápunktur Þjóðhátíðarinnar,“

segir Guðjón.

Guðjón hefur upplifað heilmiklar breytingar á Þjóðhátíð í þau 65 ár sem hann hefur sótt hátíðina. Hann nefnir sem dæmi að allt snúist meira um peninga nú en áður:

„Það er heilmikill barningur hjá þessum fyrirtækjum sem eru að selja í Dalnum. En menn sætta sig bara við það, enda þarf íþróttahreyfingin mikla peninga. Uppistaðan er auðvitað unnin í sjálfboðavinnu en maður sér samt mun. Þetta er auðvitað aðal fjölskylduhátíðin. Ég hef séð aðrar útihátíðir stæra sig af því að ókeypis sé inn fyrir 11 ára og yngri. Hér í Eyjum hefur verið frítt inn í Dalinn fyrir börn undir fermingu alla tíð. Hér kemur fólk saman frá vöggu til grafar og það er ekkert sem jafnast á við Þjóðhátíð. Við höfum líka verið svo heppin að margt sama fólkið kemur ár eftir ár. Það er besta hrósið fyrir okkur Eyjamenn.“

Auglýsingapláss

Greint frá á Visir.is

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið