Frétt
Norræn matargerð verðlaunuð
Veitingastaðurinn Noma er tiltölulega nýr norrænn veitingastaður í Kaupmannahöfn. Enska Veitingahúsatímaritið valdi á dögunum staðinn sem einn af 50 bestu veitingastöðum í heimi.
Það eru René Redzepi og sjónvarpskokkurinn Claus Meyer sem eiga og reka veitingastaðinn Noma. Á matseðlinum er boðið upp á norrænan mat og matargerð. Þar má meðal annars finna sauðnaut, að sögn danska dagblaðsins JyllandPosten.
Rene Redzepi vonast til að fleiri veitingastaðir með norrænan mat og matargerð verði opnaðir í Danmörku.
Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á nýja norræna matargerðarlist. Auka á norræna vitund um norrænan mat og matargerð. Jafnframt geta Norðurlöndin vakið alþjóðlega athygli, eins og raunin er nú.
Myndir: noma.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður