Freisting
Martröð veitingahúsaeigenda og matreiðslumeistara á Íslandi
Martröð veitingahúsaeigenda og matreiðslumeistara á Íslandi er að verða að veruleika. Veitingahúsaskelfirinn Hjörtur Howser, gagnrýnandi Mannlífs, er kominn í ham eftir fremur rólega byrjun.
Hjörtur Gaf Argentínu fjórar stjörnur í síðasta tölublaði tímaritsins og var alsæll viðskiptavinur. En sú sæla stóð ekki lengi. Í nýju Mannlífi fer Hjörtur hamförum í vandlætingu sinni á hinum fornfræga stað Lækjarbrekku. Eina stjörnu fær staðurinn fyrir leikmynd og leikmuni og grafna lambið sem hann smakkaði á jólahlaðborði þar í fyrra!
Annars stendur ekki steinn yfir steini og heldur hinn stóryrti Hafnfirðingur því meðal annars fram að frystirinn sé besti vinur kokksins á Lækjarbrekku, sama ullarbragðið af öllu. Reyndar var ljósi punkturinn sé að ísinn sem hann fékk í skaðabætur eftir að hafa látið í ljós óánægju sína, hann bráðnaði uppí honum.
En hvaða ís gerir það svo sem ekki?
Greint frá í DV
Meira skylt efni….
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill