Uncategorized @is
Það þarf að tryggja rétt og menntun starfsfólks í veitingageiranum | 50% fleiri þjónar – samt skortur
Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem varða launarétt og félagsleg undirboð ferðaþjónustufyrirtækja. Aukið eftirlit hefur skilað árangri en gera þarf mun betur að sögn framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Á þriðja tug þúsunda starfa nú við ferðaþjónustu í landinu en fæstir hafa próf í greininni. Kemur niður á greininni og kallar á endurskoðun á úreltu námskerfi, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu.
Fjallað var um málið í Kastljósi í gærkvöldi. Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Ríkisútvarpsins með því að smella hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards