Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarar söfnuðu einni milljón króna með sölu á brjóstabollunni

Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhendir Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, það sem safnaðist.
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir árlega til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman og söfnuðu félagsmenn LABAK að þessu sinni einni milljón króna. Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, það sem safnaðist við upphaf vikulegrar hressingargöngu Göngum saman við Perluna í fyrradag.
Á vef labak.is kemur fram að alls hefur LABAK safnað um átta milljónum króna með þessu verkefni á síðastliðnum sex árum. Gunnhildur er afar þakklát LABAK fyrir samstarfið og telur að framlag þess sé styrktarfélaginu ómetanlegt.
Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini í október ár hvert.
Á myndinni eru Jón Albert Kristinsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, og gönguhópur Göngum saman að leggja af stað í hressingargöngu en styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar.
Mynd: labak.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn





