Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarar söfnuðu einni milljón króna með sölu á brjóstabollunni
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir árlega til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman og söfnuðu félagsmenn LABAK að þessu sinni einni milljón króna. Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, það sem safnaðist við upphaf vikulegrar hressingargöngu Göngum saman við Perluna í fyrradag.
Á vef labak.is kemur fram að alls hefur LABAK safnað um átta milljónum króna með þessu verkefni á síðastliðnum sex árum. Gunnhildur er afar þakklát LABAK fyrir samstarfið og telur að framlag þess sé styrktarfélaginu ómetanlegt.
Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini í október ár hvert.
Á myndinni eru Jón Albert Kristinsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, og gönguhópur Göngum saman að leggja af stað í hressingargöngu en styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar.
Mynd: labak.is
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla