Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr bjór frá The Brothers Brewery | Bjór til heiðurs sjómönnum Íslands
The Brothers Brewery sem er eitt minnsta brugghús Íslands og staðsett er í Vestmannaeyjum mun setja í sölu á veitingastaðnum Einsi Kaldi bjórinn Togarinn um sjómannadagshelgina. Aldrei áður hefur verið bruggaður sérstakur bjór tileinkaður sjómönnum Íslands í tilefni sjómannadagshelgarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
The Brothers Brewery fékk starfsleyfi í upphafi ársins 2016 en upphaf þess má rekja til ársins 2012 þegar stofnendur þess byrjuðu að ræða það sín á milli að brugga sinn eigin bjór. Fyrst um sinn átti brugguninn hjá stofnendum að vera eingöngu áhugamál en fljótlega var farið að ræða það og skoða af alvöru að opna litla bruggverksmiðju í Vestmannaeyjum. Í dag eru bjórar The Brothers Brewery eingöngu seldir á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum en á næstu vikum kemur fyrsti bjórinn til sölu á veitingastað í miðborg Reykjavíkur.
Bjórinn sem The Brothers Brewery bruggar núna í tilefni sjómannadagsins hefur fengið nafnið Togarinn. Togarinn er viðurnefni á sjómanninum Ragnari Þór Jóhannssyni sjómanni á Kap VE en Ragnar er þekktastur sem Raggi Togari í Vestmannaeyjum. Ragnar Þór byrjaði sinn sjómannsferil árið 2004 þá sem háseti á Narfa VE. Ragnar hefur frá þeim tíma róið á mörgum bátum og er ein af þessum hetjum hafsins sem elskar að vera til sjós og því auðvelt að heiðra hann með nafngift á þessum fyrsta sjómannabjór Íslands.
Vídeó
Togarinn er af tegundinni Imperial Stout og er áfengismagnið í honum yfir 10%. Togarinn er dökkur bjór og var reynt við bruggun hans reynt að hafa hann eins dökkan og hægt var. Togarinn hefur nú gerjast í nokkrar vikur með eikarspíral í sér sem lágu áður í nokkrar vikur í eðal vískí. Eikarspíralinn flytur því bragð og ilm af viskítónum yfir í Togarann. Ragnar Þór eða Raggi Togari var viðstattur þegar bjórinn var bruggaður og því er ekki laust við að handbragð sjómannsins muni sjást þegar Togarinn fer í glas.
Bjórinn verður til í mjög litlu magni eða um 30 lítrum og var honum meðal annars tappað á 12 númeraðar 0,75 lítra flöskur. The Brothers Brewery hefur ákveðið að gefa eina flösku til Sjómannadagsráðs sem mun bjóða hana upp á sjómannadansleik sínum í Vestmannaeyjum 5.júní næstkomandi til styrktar góðu málefni. Gunnar Júl Art hannaði umbúðir Togarans og skarta þær mynd af Ragnari Þór og verða flöskurnar númeraðar sérstaklega.
Í tilkynningunni segir að The Brothers Brewery hafa ákveðið að heiðra sjómenn og brugga sérstakan sjómannadagsbjór á hverju ári og er strax farið að huga að því að velja þann sjómann sem fær þann heiður að bera nafn næsta sjómannadagsbjórs.
Myndir: facebook / The Brothers Brewery
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya









