Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matur er mikils virði – nýir straumar og markaðssetning matvæla – Ráðstefna í Hörpu fimmtudaginn 19. maí
Matur er mikils virði er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu á morgun, fimmtudaginn 19. maí. Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnunnar og verður sjónum beint að framtíðinni og leiðum til að auka verðmæti þeirra matarauðlinda sem Íslendingar búa yfir.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Birthe Linddal, danskur sérfræðingur í framtíðarfræðum, en hún heldur erindi um nýjustu strauma og stefnur í matargeiranum. Fjöldi annarra erinda verða flutt um nýjar leiðir til að auka virði afurða, stefnu íslenskra fyrirtækja og sagðar verða reynslusögur af nýstárlegum aðferðum til að ná til neytenda. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti en ráðstefnustjóri verður Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís.
Ráðstefnan hefst með hádegishressingu kl. 12.00 í umsjá matreiðslumeistaranna Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík.
Matvælalandið Ísland er samstarfsvettvangur Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þetta er í fjórða sinn sem þessir aðilar standa að ráðstefnu undir merkjum Matvælalandið Ísland en sú fyrsta var í nóvember 2012.
Dagskrá ráðstefnunnar kl. 12.00-16.00
Kl. 12.00 Hádegishressing í boði matvælaframleiðenda
Kl. 12.30 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setur ráðstefnuna.
Kl. 12.40 Food trends towards 2025 – from food trends to successful innovation. Birthe Linddal, framtíðarfrömuður.
Kl. 13.25 Markaðssetning matvæla – hvert stefna íslensk fyrirtæki? Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Kl. 13.40 Leyndarmál íslenska þorsksins. Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney Þinganes.
Kl. 14.00 Meira fé fyrir sauðfjárafurðir. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Kl. 14.45 Reynslusögur úr ýmsum áttum – nýjar leiðir í markaðssetningu matvæla:
Veitingastaðurinn Matur og drykkur. Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari.
Bjórskóli Ölgerðarinnar. Jarþrúður Ásmundsdóttir, Gestastofu Ölgerðarinnar.
Blámar – hafsjór af hollustu. Valdís Fjölnisdóttir og Pálmi Jónsson, eigendur Blámar.
Eldum rétt. Kristófer Júlíus Leifsson, stofnandi Eldum rétt.
Vakandi – aðgerðir gegn matarsóun. Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull.
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






