Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Húsavík
Fjaran Seafood & grill er nýr veitingastaður við Naustagarði 2 á Húsavík. Eigendur eru Anna Ragnarsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Þyri Kristjánsdóttir og Ingvar Hafsteinsson.
Fjaran kemur til með að opna um mánaðarmótin maí/júní, en nú standa yfir gagngerar breytingar á húsnæðinu og mun öll aðstaða verða stór bætt bæði utan og innan dyra og gert ráð fyrir að fjöldi gesta geti farið í 150 manns.
Yfirmatreiðslumaður Fjörunnar er Theodór Páll Theodórsson en hann lærði fræðin sína á La Primavera sem var og hét og útskrifaðist á Kolabrautinni. Theodór starfaði síðast sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Reynilíð.
Sjávarréttir verða í öndvegi en í bland við kjötrétti. Áhersla verður lögð á upplifun, einfaldleika í eldamennsku og ferskleika hráefnisins. Hefð er fyrir mikilli framleiðslu úrvals hráefnis í héraði, það mun Fjaran notfæra sér og bjóða upp á það besta.
Hægt verður að taka á móti litlum og meðalstórum hópum í mat auk gesta sem koma beint af götunni. Hafnarsvæðið á Húsavík iðar af mannlífi á sumrin og er lífæð bæjarins. Yfir vetrartímann verður hægt að leigja húsnæðið bæði fyrri litla og stærri viðviðburði.
Einnig hugsa eigendur sér vetraropnun fyrir matsölu en ennþá er ekki ákveðið með hvaða móti það verður.
Myndir: af facebook síðu Fjörunnar.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi