Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Húsavík

Birting:

þann

Fjaran Seafood & grill - Húsavík

Fjaran Seafood & grill er nýr veitingastaður við Naustagarði 2 á Húsavík.  Eigendur eru Anna Ragnarsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Þyri Kristjánsdóttir og Ingvar Hafsteinsson.

Fjaran kemur til með að opna um mánaðarmótin maí/júní, en nú standa yfir gagngerar breytingar á húsnæðinu og mun öll aðstaða verða stór bætt bæði utan og innan dyra og gert ráð fyrir að fjöldi gesta geti farið í 150 manns.

Fjaran Seafood & grill - Húsavík

Gert ráð fyrir að fjöldi gesta geti farið í 150 manns.

Theodór Páll Theodórsson

Theodór Páll Theodórsson

Yfirmatreiðslumaður Fjörunnar er Theodór Páll Theodórsson en hann lærði fræðin sína á La Primavera sem var og hét og útskrifaðist á Kolabrautinni.  Theodór starfaði síðast sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Reynilíð.

Sjávarréttir verða í öndvegi en í bland við kjötrétti.  Áhersla verður lögð á upplifun, einfaldleika í eldamennsku og ferskleika hráefnisins.  Hefð er fyrir mikilli framleiðslu úrvals hráefnis í héraði, það mun Fjaran notfæra sér og bjóða upp á það besta.

Hægt verður að taka á móti litlum og meðalstórum hópum í mat auk gesta sem koma beint af götunni. Hafnarsvæðið á Húsavík iðar af mannlífi á sumrin og er lífæð bæjarins. Yfir vetrartímann verður hægt að leigja húsnæðið bæði fyrri litla og stærri viðviðburði.

Fjaran Seafood & grill - Húsavík

Sjávarréttir verða í öndvegi en í bland við kjötrétti.

Einnig hugsa eigendur sér vetraropnun fyrir matsölu en ennþá er ekki ákveðið með hvaða móti það verður.

Fjaran Seafood & grill - Húsavík

Framkvæmdir í fullum gangi

 

Myndir: af facebook síðu Fjörunnar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið