Markaðurinn
Peter F. Heering Classic Kokteilkeppni – Langar þig að taka þátt í klassískri áskorun?
Peter F. Heering Classic er alþjóðleg kokteilkeppni sem haldin er árlega. Keppnin fer fram í fjórum hlutum. Tíu keppendur eru valdir áfram til að keppa til undanúrslita á London Cocktail Week í október og þar af fimm sem komast áfram og keppa til úrslita.
Hvernig á að taka þátt?
Veldu klassískan kokteil og búðu til þitt eigið tvist á hann (kokteillinn verður að innihalda Cherry Heering). Taktu mynd og sendu ásamt uppskrift á classics.heering.com/2016 frá 18. apríl til 22. maí.
Í júní er einn vinningshafi valin frá hverju landi. Í ágúst eru svo tíu úr þeim hópi valdir áfram til að keppa til undanúrslita í byrjun október á London Cocktail Week. Úr þeim tíu manna hópi eru fimm sem komast áfram og keppa í úrslitum þann 6. október. Vinningshafinn hlýtur €500, Stelton hristara og alþjóðlega kynningu og umfjöllun.
Peter F. Heering greiðir flug og gistingu fyrir þá tíu keppendur sem valdir eru til að keppa í undanúrslitum í London í október.

-
Markaðurinn55 minutes síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir