Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hrísey
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Hrísey sem ber heitið Verbúðin 66 og er staðsettur við Sjávargötu 2. Eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson.
Ennþá er verið að prufukeyra opnunartímann fram á vor og er einungis opið um helgar, þ.e. á föstudögum frá klukkan 18:00 til 23:00, á laugardögum frá klukkan 16:00 til 23:00 og á sunnudögum frá 15:00 til 20:00.
Linda María segir í samtali við hrisey.is að stefnt verður á lengri opnunartíma í sumar sem verður auglýst á facebook síðu Verbúðarinnar þegar nær dregur sumri.
Einfaldur matseðill er á boðstólnum, hamborgarar með frönskum og sósu frá 1.900 til 2.100 krónur, grillaðar samlokur á 1.300 krónur og Nachos, salsasósa & sýrður rjómi á 500 krónur og þar með er allt upptalið.
Mynd: skjáskot af ja.is korti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir