Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hrísey
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Hrísey sem ber heitið Verbúðin 66 og er staðsettur við Sjávargötu 2. Eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson.
Ennþá er verið að prufukeyra opnunartímann fram á vor og er einungis opið um helgar, þ.e. á föstudögum frá klukkan 18:00 til 23:00, á laugardögum frá klukkan 16:00 til 23:00 og á sunnudögum frá 15:00 til 20:00.
Linda María segir í samtali við hrisey.is að stefnt verður á lengri opnunartíma í sumar sem verður auglýst á facebook síðu Verbúðarinnar þegar nær dregur sumri.
Einfaldur matseðill er á boðstólnum, hamborgarar með frönskum og sósu frá 1.900 til 2.100 krónur, grillaðar samlokur á 1.300 krónur og Nachos, salsasósa & sýrður rjómi á 500 krónur og þar með er allt upptalið.
Mynd: skjáskot af ja.is korti
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






