Greinasafn
Matur er mannsins megin
Grein þessi er þýdd úr handbók um næringarfræði ætluð fólki með parkinsonveiki, skrifuð af Geoffrey Leader, breskum lækni og konu hans Lucille Leader, næringarfræðingi.
Út er komin handbók um næringarfræði fyrir fólk með parkinson. Höfundarnir, Geoffrey Leader, breskur læknir og kona hans Lucille Leader, næringarfræðingur segja að hvati bókarinnar hafi verið sá að í starfi sínu hafi þau kynnst óþarfri vanlíðan fólks sem verður að taka levódópalyf.
Hræðsla við að nærast
Margir eru hræddir við að láta mat inn fyrir sínar varir þar eð einkenni sjúkdómsins versni við að borða og það dragi úr áhrifum lyfjanna. Ástæðan er að neyti fólk prótínríkrar, þ.e. eggjahvíturíkrar fæðu á sama tíma og það tekur inn lyfin myndist keppni milli fæðu og lyfja í frásogi frá meltingarvegi. Við það dragi úr áhrifamætti lyfjanna. Það leiðir óhjákvæmilega til líkamlegrar og andlegrar vanlíðunar. Fólk nærist ekki nægjanlega og hitaeiningar verða of fáar. Þannig fer það á mis við hin lífsnauðsynlegu kolvetni og prótín (nauðsynlegar aminósýrur, en þær eru frumeiningar prótíns), ómissandi fitu, vítamín og steinefni, sem ekki má vanta til að viðhalda orku og heilsu yfirleitt, að frátöldum vandamálum sem tengjast levódópalyfjunum sjálfum. Þetta leiðir til síþreytu og óhollrar löngunar í örvandi drykki eins og kaffi og te, súkkulaði, áfengi eða einfaldlega sykur. Afleiðingin verður síðan svefnleysi og aukin streita vegna óstöðugs sykurmagns í blóði. Sé sjúklingurinn vannærður má búast við þyngdartapi, hægðatregðu og vonleysi til viðbótar við önnur einkenni sem fylgja sjúkdómnum.
Prótín nauðsynlegt en á réttum tíma
Daglegur kostur verður að samanstanda af fæðu, sem inniheldur prótín, kolvetni, fitu, vítamín, steinefni og vatn. Þetta eru þau efni sem líkaminn er byggður úr og eru öllum nauðsynleg, hvern einasta sólarhring. Áhersla er því lögð á að fólk með parkinson borði ávexti, grænmeti, korntegundir án glútens, vatn, ávaxtasafa (þynntan), jurtate, koffinlaust kaffi, sjávarfang, fuglakjöt og belgjurtir. Áfengi, koffín og sykur skal forðast.
Fæðuval
Heillavænlegt fæðuval parkinsonsjúklinga liggur í að: þekkja hvaða fæða keppir við levódópalyf um frásog í meltingarvegi, · þekkja hvaða fæða er fáanleg og samrýmanleg ákjósanlegu frásogi levódópalyfja og drekka nægjanlegan vökva, · borða trefjaríka fæðu, hreyfa sig til að örva meltinguna þar sem hægðatregða getur orðið vandamál, · borða prótínríka fæðu á kvöldin þegar hlé er gert á lyfjatöku og reyna þannig að halda sem bestri heilsu, · reyna að útiloka prótín í fæðunni í annann tíma af fyrrgreindum ástæðum.
Nokkrar staðreyndir fyrir þá sem taka levódópalyf
Jafnvægi í neyslu bætiefna á kvöldin
· Prótín: Vandamálið varðandi prótín er að aminósýrurnar í prótíni og levódópalyfin keppa um frásog í meltingarvegi. Aminósýrurnar í prótíninu og lyfin flytjast á sama hátt úr meltingarvegi inn í blóðrásina og í gegnum heilablóðskilju.
Á þeim tíma sólarhrings sem fólk með parkinsonsjúkdóm þarf á lyfjum að halda ætti það aðeins að neyta fæðu sem samanstendur af kolvetnum og fitu.
Á kvöldin þegar hlé er gert á lyfjatöku er rétt að koma jafnvægi á neyslu dagsins og borða alhliða prótínríka fæðu (hún þarf að innihalda alla átta flokka nauðsynlegra aminósýra) t.d. soðið egg, fisk, kjúkling, sojabaunir eða aðrar baunir, því prótínneysla á kvöldin er nauðsynleg til orkumyndunar. Nóg er til af hollum og góðum mat og því er mögulegt að velja margbreytilegt og orkuríkt fæði.
Valið stendur um fjölbreytt kolvetni, ávexti og grænmeti á daginn og prótínríka fæðu á kvöldin.
· Mjólkurvörur: Mjók, ostar og rjómi innihalda mikið prótín og eru því í samkeppni við levódópalyfin. Smjör má nota en mjög í hófi vegna fitumagns. Hægt er að fá ljúffenga hrísgrjónamjólk, sem nota má í stað kúamjólkur. (Fæst í Heilsuhúsinu).
· Korntegundir: Hveiti, hafrar rúgur, bygg og spelti (ævagömul korntegund sem hefur meira næringargildi en hveiti) eru korntegundir sem innihalda glúten (seigt, límkennt forðaprótín í korntegundum). Það gæti loðað við þarmaveggina og hindrað hámarks frásog næringarefna. Tilgátan er að glúten geti hindrað frásog lyfja í þörmunum en það hefur ekki verið sannað. Aðrar ljúffengar korntegundir svo sem hrísgrjón, hersi, maís og bókhveiti má nota í matargerð. Að vísu innihalda þessar korntegundir líka fremur mikið prótín. Til eru næringarríkar og góðar korntegundir sem hafa ákjósanlegt hlutfall kolvetna á móti prótíni og eru því æskilegri til neyslu. Þar má nefna brún hrísgrjón, hersi, maís, tapíókamjöl og bókhveiti. Þessar tegundir er hægt að fá sem korntegundir, sem hveiti til matreiðslu og bökunar og líka sem pasta. Sojabaunir innihalda ekki glúten en mikið prótín og eru því ekki æskilegar fyrr en á kvöldin.
· Baunir: Hnetur, fræ og baunir innihalda mikið prótín og eru því í samkeppni við lyfin. Baunir geta leitt til meltingatruflana og henta því ekki öllum. Áríðandi er að leggja baunir í bleyti yfir nótt áður enn þær eru soðnar þrisvar sinnum í 15 mínútur og skipta skal um vatn í hvert sinn.
· Möndlur eru afbragð og einnig heslihnetur en forðast skal jarðhnetur (peanuts) cashew hnetur og parahnetur (brazil nuts) þar sem þær gætu innihaldið skemmdan kjarna.
· Fræ svo sem sólblómafræ, graskersfræ, sesamfræ eru ágæt. Til að ná sem mestri næringu úr fræi er best að mala það áður en því er dreift yfir matinn. Það inniheldur góðan skammt af nauðsynlegum fitusýrum svo og sinki, kalsíum, magnesíum og auðvitað prótíni. Fræ á að geyma í kæli.
· Kaldpressaðar olíur, fyrsta pressun af grænmetisolíum eða fræolíum er gott að nota á salöt.
· Pressuger inniheldur mikið prótín. Brauð er hægt að baka án pressugers og til er kjötkraftur sem er án gers.
Neysluvenjur
Árangur neysluvenja, sem við temjum okkur, byggir á því hvað við borðum og hvenær. Þetta er í raun auðvelt því hægt er að undirbúa bragðgóða, einfalda og fjótlega máltíð sem er öllum boðleg, fjölskyldu jafnt og vinum. Eftir að fólk hefur tekið síðasta levódópaskammtinn að kvöldi er gott að bíða í klukkustund og borða þá máltíð sem er innihaldsrík af prótíni. Hún ætti ekki að hafa áhrif á lyfin því ferð þeirra um meltingarveginn ætti að vera lokið að kukkustund liðinni. Á einum sólarhring ættum þið þá að hafa neytt allra þeirra fæðuflokka, þ.e. kolvetna, fitu og prótíns sem nauðsynlegir eru til að jafnvægi haldist í mataræðinu. Ef þörf er á viðbótar levódópaskammti eftir máltíðina reynið þá að bíða í tvo tíma til þess að fæðan sé örugglega farin fram hjá þeim stað sem frásogið gerist í þörmunum. Reynslan mun kenna ykkur og ef þið þurfið á lyfjum að halda fyrr þá takið þau og athugið hvort þau valda skjálfta eða ofhreyfingum. Ef sjúkdómseinkennin aukast er það staðfestingt á því að prótínið þurfi lengri tíma til að komast í gegnum meltingarveginn.
Máltíðir dagsins gætu verið á þess leið fyrir þá sem ekki taka levódópalyf frá kl. 18 að kvöldi til kl.8 að morgni:
· Morgunmatur: Kolvetni og fita, þ.e. morgunkorn, hrísgrjónamjólk, ristað brauð, örlítið smjör, ávaxtamauk, jurtate og ávextir.
· Hressing: Kolvetni og fita, þ.e. hrísgrjónakex eða brauðsneið með örlitlu smjöri, grænmetis paté eða lárpera og tómatur, jurtate eða fersk grænmetissúpa og ávaxtasafi.
· Hádegismatur: Kolvetni og fita, þ.e. súpur, kartöflur með hýði og örlítið smjör, kartöfluréttir (ath. innihald), hrísgrjónapasta með sósu sem tómatar eru uppistaðan í, salat með olífuolíu og sítrónu, ávextir, ávaxtasafi og vatn.
· Síðdegishressing: Kolvetni og fita: Grænmetisborgari eða maíspasta og salat, ávextir, jurtate eða súp.
· Kvöldmatur: Bæta þarf prótíni við kolvetni og fitu, svo sem kjúklingi, fiski. Einnig skal borða grænmeti, salat, ávöxti, hrísgrjónagraut, möndlur, ávaxtasafa, vatn og jurtate.
Munið að fá ykkur snarl á milli mála eins og stendur hér fyrir ofan til að halda orku.
Viðvörun: Varist að borða yfir ykkur, sérstaklega á kvöldin. Prótín er lengur að meltast en kolvetni. Ofát veldur óþægindum og getur haldið vöku fyrir fólki.
B.Ó.
Þýtt úr bókinni: Parkinson´s disease. The new nutritional handbook, A guide for Doctors, nutritionists, patients and carers. Útgefandi: Bath Press , staður:Bath, ár: 1996. Höfundar: Geoffrey Leader MB.Ch.B F.R.C.A. og Lucile Leader Dip. I.O.N.
Parkinson.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt21 klukkustund síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði