Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðborg Reykjavíkur – Matarkjallarinn
Matarkjallarinn er nýr veitingastaður í veitingaflóru miðborgar Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Aðalstræti 2.
Eigendur eru þeir Lárus Gunnar Jónasson, Gústav Axel Gunnlaugsson, Guðmundur Hansson, Valtýr Bergmann og Ari Freyr Valdimarsson.
Áætlað er að opna um mánaðarmótin apríl/maí og fyrstu vikurnar verður opið frá klukkan 17:00 á meðan að allt er að slípast til. Eftir það verður opið frá klukkan 11:30 til 23:00 alla daga og lengur um helgar, þ.e. til klukkan 03:00 á föstu-, og laugardagskvöldum.
Staðurinn tekur 80 – 100 manns í sæti og yfirkokkar verða Ari Freyr Valdimarsson og Iðunn Sigurðardóttir. Yfirþjónar verða Valtýr Bergmann og Eyrún H. Gísladóttir.
Sérstaða Matarkjallarans verður glæsilegir kokkteilar, flígillinn verður á sínum stað, lifandi músík og kokkteil stemning og smá smakk fram til klukkan 03 um helgar.
Matseldin verður í áttina að fínt brasserí & grill.
Það er enginn en annar en sjálfur matreiðslumeistarinn Lárus Gunnar Jónasson sem hannar Matarkjallarann.
Myndir: Facebook/Matarkjallarinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays














