Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nauthóll Bistro og Málið í nýjum höndum
Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við rekstri Nauthóls Bistro og Málinu, veitingaþjónustu Háskólans í Reykjavík, af feðginunum Guðríði Maríu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.
“Metnaður Nauthóls liggur í fersku og vönduðu hráefni þar sem allur matur er lagaður frá grunni. Það fannst okkur spennandi enda rímar það við okkar sýn á það hvernig góðir veitingastaðir eiga að vera”,
segir Tómas Kristjánsson.
Nauthóll Bistro hefur átt sér stóran og dyggan viðskiptavinahóp frá stofnun hans árið 2010. Hann er staðsettur í nálægð við helstu útivistarperlur höfuðborgarasvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð.
“Það hefur alltaf verið bjartur og heilnæmur andi á Nauthól og við höfum lagt áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum. Við treystum nýjum eigendum fullkomlega til að halda flaggi Nauthóls á lofti um ókomin ár”,
segir Guðríður María.
Nauthóll hefur í samstarfi við Háskólann í Reykjavík starfrækt veitingaþjónstu skólans, Málið, um nokkurra ára skeið. Þar hefur áherslan verið lögð á næringarríkan morgunverð og hádegisverð á sanngjörnu verði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Eigendabreytingarnar gengu í gegn í marsbyrjun og verða báðir staðirnir reknir áfram með svipuðu sniði, í góðu samstarfi við það afburðagóða starfsfólk sem fyrir er og í samvinnu við Háskólann í Reykjavík.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir