Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nauthóll Bistro og Málið í nýjum höndum

Birting:

þann

Nauthóll

Nauthóll er notalegur veitingastaður í hjarta helsta útivistarsvæðis borgarinnar, Nauthólsvík.

Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við rekstri Nauthóls Bistro og Málinu, veitingaþjónustu Háskólans í Reykjavík, af feðginunum Guðríði Maríu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.

“Metnaður Nauthóls liggur í fersku og vönduðu hráefni þar sem allur matur er lagaður frá grunni. Það fannst okkur spennandi enda rímar það við okkar sýn á það hvernig góðir veitingastaðir eiga að vera”,

segir Tómas Kristjánsson.

Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson

Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson

Nauthóll Bistro hefur átt sér stóran og dyggan viðskiptavinahóp frá stofnun hans árið 2010. Hann er staðsettur í nálægð við helstu útivistarperlur höfuðborgarasvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð.

“Það hefur alltaf verið bjartur og heilnæmur andi á Nauthól og við höfum lagt áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum. Við treystum nýjum eigendum fullkomlega til að halda flaggi Nauthóls á lofti um ókomin ár”,

segir Guðríður María.

Nauthóll hefur í samstarfi við Háskólann í Reykjavík starfrækt veitingaþjónstu skólans, Málið, um nokkurra ára skeið. Þar hefur áherslan verið lögð á næringarríkan morgunverð og hádegisverð á sanngjörnu verði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Eigendabreytingarnar gengu í gegn í marsbyrjun og verða báðir staðirnir reknir áfram með svipuðu sniði, í góðu samstarfi við það afburðagóða starfsfólk sem fyrir er og í samvinnu við Háskólann í Reykjavík.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið