Uncategorized
Tommasi Ripasso fær verðlaunin Gyllta glasið 2006
Tommasi Ripasso er vín sem slegið hefur í gegn á undanförnum árum. Tommasi kemur frá Veneto á Ítalíu og er frekar lítið fjölskyldufyrirtæki rekið af fjórða ættlið í dag.
Tommasi Ripasso er oft nefnt Baby Amarone þar sem að það er látið gerjast á þurrkuðum og pressuðum vínþrúgum sem notaðar hafa verið í gerð Amarone vína. Þessi aðferð er einungis notuð þegar sérstaklega árar vel í Veneto.
Tommasi Ripasso hefur sópað að sér verðlaunum á margskonar uppákomum víða um heim og sigurgangan hélt áfram nú í október hér á Fróni, en Tommasi Ripasso fékk verðlaunin Gyllta glasið 2006 sem veitt voru við hátíðlega athöfn á Hótel Borg núna í lok október. Tommasi Ripasso fékk þar flest stig og þótti bera af hvað fínleika og fágun snertir.
Í Decanter, sem er virt tímarit sem sérhæfir sig í léttvínum, fékk Tommasi Ripasso **** af fimm mögulegum og þess má geta að þetta vín er nú framreitt í fyrsta klassa farrými British Airwives.
Hér er á ferðinni frábært vín sem allir ættu að prófa. Frábært vín með flestu rauðu kjöti og gengur afar vel með villibráð.
Tommasi Rippaso fæst í flestum vínbúðum ÁTVR og kostar aðeins 1.850.-
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig