Markaðurinn
Kjarnafæði hlýtur ISO 22000 vottunina
Kjarnafæði er fyrsta og eina matvælafyrirtækið með áherslu á sölu kjötafurða sem hlotið hefur alþjóðlega staðalinn FSSC ISO 22000. Starfsfólkið okkar er mjög stolt af þessari vottun enda eykur hún matvælaöryggi til mikilla muna.
Hér á eftir er grein úr Bændablaðinu sem kom út 28. janúar 2016 þar sem rætt er við gæðastjórann okkar Eðvald Svein Valgarðsson. Það er á engan hallað þegar sagt er að hann hafi átt stærsta þáttinn í þessari vegferð Kjarnafæðis að vera fremst í flokki í matvælaöryggi til viðskiptavina.
Kjarnafæði fær gæðastaðalinn FSSC ISO 22000
Kjarnafæði hefur fengið staðalinn FSSC ISO 22000 fyrir framleiðsluvörur sínar. Þessi staðall hefur verið til í um það bil áratug og náð miklu flugi, er sá staðall sem mest er horft til í matvælaframleiðslu að sögn Eðvalds Valgarðssonar, gæðastjóra hjá Kjarnafæði. Í liðinni viku lauk þriggja daga úttekt í fyrirtækinu sem hefur höfuðstöðvar sínar á Svalbarðseyri og gekk hún mjög vel.
„Við erum mjög ánægð með niðurstöður úttektarinnar. Fengum fulla vottun án athugasemda og erum því afar stolt. Þetta er vinna þar sem allir verða að leggja sitt af mörkum og starfsfólk Kjarnafæðis hefur verið mjög opið og jákvætt fyrir þeim breytingum sem átt hafa sér stað síðustu misseri,“ segir Eðvald.
Langt ferðalag
Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í að uppfæra hættumat fyrirtækisins og meðal annars var sérstaklega tekið fyrir meðhöndlun óþols og ofnæmisvalda og meðferð þeirra efna, en hveiti er til að mynda einn af ofnæmisvöldunum. „En við sjáum vel, að það hjálpaði mikið að hafa þegar uppfyllt ISO 9001 staðalinn sem við gerðum á síðasta ári. Sá staðall tekur á öllum rekstri fyrirtækisins og er sterkur grunnur. Við kunnum vinnubrögðin og vitum hvers er krafist. Þetta hefur verið langt ferðalag, hófst árið 2010 þegar við tókum gæðamálin sérstaklega fyrir og settum okkur markmið,“ segir Eðvald. Undirbúningur vegna nýja gæðastaðalsins hófst í október í fyrra.
Erum að auka kröfur á okkur sjálf
Hann segir að það sem fyrst og fremst fáist út úr því að hafa hlotið þennan nýja gæðastaðal sé sá að kröfur á fyrirtækið og starfsmenn aukist. „Við erum að auka kröfur á okkur sjálf, en það er vilji eigenda Kjarnafæðis að vera í forystu í gæðamálum matvælafyrirtækja hér á landi, að framleiða alltaf heilnæm og bragðgóð matvæli. Það gerum við sem best sést á þessum vottunum.“
Þá nefndi Eðvald að það væri mikilvægt að hafa þessar vottanir þegar horft er til útflutnings, það sé nánast krafa að hafa þær. „En hér innanlands viljum við vera best meðal margra góðra fyrirtækja og teljum okkur sýna það í verki.“ Kjarnafæði er nú þegar með A vottun Matvælastofunar, A vottun Samtaka iðnaðarins, ISO 9001 vottun frá BSI á Íslandi og nú bætist nýjasta vottunin FSSC ISO 22000, einnig frá BSI á Íslandi við.
Allt undir
Eðvald segir að sá staðall feli í sér djúpa hættugreiningu á allri framleiðslu fyrirtækisins með matvæla- öryggi í huga. Hvert stig ferilsins sé skoðað og metið hvað farið getur úrskeiðis á hverjum stað og hvernig megi fyrirbyggja það. Byrjað er á að skoða alla birgja Kjarnafæðis, hvaða kröfur séu gerðar samkvæmt Evrópsku matvælalöggjöfinni og hverjar séu sérstaklega gerðar af fyrirtækinu sjálfu. Framleiðsluferlið allt er skoðað, frá móttöku hráefnis, framleiðslu á vörunni, geymsluskilyrði, frágangur og sala. „Í raun er allt undir. Húsnæði og aðbúnaður er skoðaður og umgengni starfsmanna er einnig undir smásjá, enda mikilvægt að hreinlæti sé fyrsta flokks.“ Eðvald segir að stjórnendur Kjarnafæðis leggi sérstaka áherslu á gæðamál, með virðingu við menn og umhverfi og hefði öll uppbygging vinnslunnar á Svalbarðseyri sem og uppfærsla tækjabúnaðar tekið mið af því.
Þá hefði lengi verið unnið að vöruþróun á hreinum vörum án óþolsvalda, viðbætts sykurs og aukaefna. Þá eru umhverfismálin ofarlega á baugi innan fyrirtækisins og allur úrgangur er flokkaður og nýttur áfram sem kostur er. Þá hefði ötullega verið unnið að jafnréttismálum, vinnuvernd starfsmanna og öryggismálum og iðulega gengið lengra en krafist er. „Rekjanleiki vöru frá Kjarnafæði er algjör með fullkomnu kerfi frá Marel, hægt er að rekja hvað varan inniheldur, hvort sem er erlend eða íslensk krydd, grænmeti eða kjöthráefni,“ segir Eðvald.
Mynd: kjarnafaedi.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi