Freisting
Tæknideild falið að kanna ráðstöfunarrétt bæjarins á Subway-lóð á Ísafirði
Eins og sagt hefur verið frá sótti Hallvarður Aspelund um lóðina að Hafnarstræti 17 á Ísafirði fyrir hönd Íslenska eignarhaldsfélagsins til byggingar húss sem á meðal annars að innihalda útibú frá alþjóðlegu skyndibitakeðjunni Subway.
Vélsmiðjan Þristur hafði fengið lóðinni úthlutað, en drógu svo umsókn sína til baka. Umhverfisnefnd fjallaði aftur um málið í vikunni, en nefndin hafnaði umsókninni í fyrra skiptið sökum þess að Þristur hafði þegar fengið lóðinni úthlutað. Í þetta skiptið fól nefndin tæknideild bæjarins að kanna ráðstöfunarrétt Ísafjarðarbæjar á lóðinni, og frestaði afgreiðslu málsins þar til það hefur verið kannað.
Skúli Sigþórsson, eigandi Subway, kom til Ísafjarðar fyrir skemmstu í leit að byggingarstað og fann þá þessa lóð, en húsið sem þarna stóð og hafði löngum sett sterkan svip á Eyrina, var rifið í ágúst síðastliðnum. Vélsmiðjan Þristur sótti um lóðina til að byggja nýtt verslunarhús, en húsnæði Þrists í gamla Straumshúsinu verður rifið í tengslum við uppbyggingu Grunnskólans á Ísafirði. Þristur ákvað svo að flytja inn í gamla Sjallann. Áðurnefndur Skúli sótti um lóðina með þeim fyrirvara að henni yrði skilað, enda hafði Skúli fyrir því heimildir að svo myndi fara.
Hallvarður Aspelund sagði við bb.is fyrir skemmstu að mikill áhugi væri fyrir því að skyndibitakeðjan opnaði útibú á Ísafirði, og sérstaklega hefði yngra fólk sýnt áhuga. Í vefkönnun sem framkvæmd var á bb.is svöruðu 436 manns því til að þau væru spennt fyrir opnun Subway á Ísafirði, eða 60,6% svarenda. 138 manns, eða 19,2%, sögðust ekki spennt og 146, eða 20,3% sagði að sér væri alveg sama.
Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin