Uncategorized
The Footbolt fær 4 glös
Þorri Hringsson lét nýlega af störfum hjá Gestgjafanum. Í síðustu vínumfjöllun sinni fyrir blaðið, a.m.k. að sinni, fjallar hann m.a. um rauðvínið okkar The Footbolt 2003 frá d’Arenberg (ath. prentvilla í Gestgjafanum segir að vínið sé 2002, rétt er 2003).
D’ARENBERG THE FOOTBOLT SHIRAZ 2003 (Ástralía) – 4 glös
Vínin frá d’Arenberg í McLaren-dalnum í Ástralíu eru, að mínu mati, með þeim betri frá þessum slóðum sem hægt er að kaupa í búðum hér á landi og sérstaklega hef ég mætur á The Laughing Magpie. The Footbolt er hreint shiraz-vín og hefur djúpan fjólurauðan lit og opinn, sætan og sóríkan ilm sem á eftir að heilla marga.
Þar blandast saman aðalbláberjasulta, minta, vanilla, þurrkaðir ávextir, Ritter Sport-rommrúsínusúkkulaði og örlitlir púrtvínstónar. Það er bragðmikið með mikla fyllingu, enda áfengismagnið mikið, og þar af leiðandi flauelsmjúkt og áferðarfallegt. Það er langt og þurrt sé miðað við þroskann í ávextinum og blessunarlega sýruríkt. Þarna eru svipaðar bragðglefsur og í nefinu og mikið af þeim öllum. Gott vín með flestu rauðu kjöti og bestu grillsteikum og þolir ágætlega bragðmikið meðlæti.
Í reynslusölu vínbúðanna 1700 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.
Greint frá á vinogmatur.is

-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards