Uncategorized
The Footbolt fær 4 glös
Þorri Hringsson lét nýlega af störfum hjá Gestgjafanum. Í síðustu vínumfjöllun sinni fyrir blaðið, a.m.k. að sinni, fjallar hann m.a. um rauðvínið okkar The Footbolt 2003 frá d’Arenberg (ath. prentvilla í Gestgjafanum segir að vínið sé 2002, rétt er 2003).
D’ARENBERG THE FOOTBOLT SHIRAZ 2003 (Ástralía) – 4 glös
Vínin frá d’Arenberg í McLaren-dalnum í Ástralíu eru, að mínu mati, með þeim betri frá þessum slóðum sem hægt er að kaupa í búðum hér á landi og sérstaklega hef ég mætur á The Laughing Magpie. The Footbolt er hreint shiraz-vín og hefur djúpan fjólurauðan lit og opinn, sætan og sóríkan ilm sem á eftir að heilla marga.
Þar blandast saman aðalbláberjasulta, minta, vanilla, þurrkaðir ávextir, Ritter Sport-rommrúsínusúkkulaði og örlitlir púrtvínstónar. Það er bragðmikið með mikla fyllingu, enda áfengismagnið mikið, og þar af leiðandi flauelsmjúkt og áferðarfallegt. Það er langt og þurrt sé miðað við þroskann í ávextinum og blessunarlega sýruríkt. Þarna eru svipaðar bragðglefsur og í nefinu og mikið af þeim öllum. Gott vín með flestu rauðu kjöti og bestu grillsteikum og þolir ágætlega bragðmikið meðlæti.
Í reynslusölu vínbúðanna 1700 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.
Greint frá á vinogmatur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF