Keppni
Garðar Kári sigraði Steven Edwards MasterChef

F.v. Hilmar B. Jónsson og Snæbjörn Kristjánsson, Mark Devonshire, Johnny Stanford dómarar, Steven Edwards, Gissur Guðmundsson dómari, Garðar Kári Garðarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Dagskrá Local Food sýningarinnar á Akureyri er afar fjölbreytt með ýmiskonar keppnum. Nú rétt í þessu var að klárast spennandi Mystery Basket einvígi þar sem Landsliðsmaðurinn Garðar Kári Garðarsson keppti á móti Steven Edwards vinningshafa MasterChef – The Professionals 2013.
Garðar og Steven fengu það verkefni að elda bleikju, humar og saltfisk og höfðu klukkutíma til að elda fjóra rétti fyrir dómara sem voru: Gissur Guðmundsson, Snæbjörn Kristjánsson, Johnny Stanford og Mark Devonshire.

Dómarar að störfum.
F.v. Johnny Stanford, Snæbjörn Kristjánsson, Gissur Guðmundsson og Mark Devonshire.
Það var síðan Garðar sem sigraði einvígið. Til gamans má geta að Garðar sigraði einnig Kokkakeppninni sem fram fór einnig í dag á Local Food sýningunni.
Til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Myndir: Kristinn

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði