Keppni
Unnur Pétursdóttir keppir í Deaf Chef í Danmörku
Þann 24. október næstkomandi fer fram matreiðslukeppni þar sem heyrnarlausir matreiðslumenn keppa og fulltrúi Íslands er Unnur Pétursdóttir. Keppnin sem heitir Deaf Chef, fer fram í Hótel- og veitingaskólanum í Valby í Danmörku.
Deaf Chef var stofnað af Allehånde í Danmörku með það í fararbroddi að mennta og ráða heyrnarlausa í veitingabransann. Er þetta í annað árið í röð sem þessi keppni fer fram, en í fyrra sigraði Christine Dahl frá Noregi.
Unnur Pétursdóttir lærði fræðin sín á Grand hótel og starfar nú á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.
Hver keppandi þarf að útbúa þriggja rétta kvöldverð, 5 diska fyrir hvern rétt og einn sýningardisk.
Matseðillinn hjá Unni er eftirfarandi:
Í forrétt verður þorskrúlla með dillolíu-þorskfarsi, ostrursalati, sellerí mauk, ætiþistla teninga, shallot lauk, brenndan blaðlauk, fiskósu og dill.
Í aðalréttinum ætlar Unnur að vera með kanínarúllu, kanínu confit, rauðlauksultu, sinnep, kartöflur með blaðlauks fyllingu, grænafroðu, Rauðvínsósu með svínatungu, gulrótamauk og kerfil.
Eftirrétturinn inniheldur valhnetu deig, Créme anglaise, epli, hunangsfrauð, valhnetu crumble, eplakúlu, karamellu og tuile.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Unni í keppninni og færa ykkur fréttir bæði í máli og myndum.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum