Reykjavík Bar Summit
Reykjavik Bar Summit haldin í annað sinn í miðborg Reykjavíkur
Dagana 29. febrúar til 3. mars 2016 verður Reykjavik Bar Summit haldið hátíðlegt í annað sinn í miðborg Reykjavíkur. Barþjónar frá nokkrum af flottustu börum í heimi munu sækja Ísland heim til að taka þátt í þessum magnaða viðburði, leggja sitt á vogaskálarnar til að búa til alþjóðlega bar stemmingu í Reykjavik þessa daga með uppákomum og partýum út um allan bæ.
Armbönd á Reykjavik Bar Summit 2016 eru nú á sérstöku early bird tilboði eða einungis 9900kr. Enginn áhugamaður um kokteila eða barmenningu má láta þetta tilboð framhjá sér fara! Reykjavik Bar Summit snýst ekki einungis um skemmta sér og smakka nýja drykki heldur einnig að þáttakendur myndi tengsl, auki við þekkinu sína og kynnist því sem er að gerast í barheiminum í dag.
Armbönd veita aðgang að Welcome party sem haldið verður 29.02.15 þar sem boðið verður upp á bæði mat og kokteila, Alþjóðlega barkeppni þar sem flottustu barir heims etja kappi sem haldin verður daganna 02.03.15 og 03.03.15. Einnig veitir armbandið aðgang að Battle of the Continents sem haldið verður 02.03.15 og þar munu gestir fá miða fyrir 6 drykkjum. Að lokum verður svo Lokahóf Reykjavik Bar Summit fimmtudaginn 03.03.15 þar sem áfengar veigar verða í boði.
Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á www.reykjavikbarsummit.com.
Hægt er að kaupa armbönd á tix.is með því að smella hér.
Skoðið fleiri fréttir frá Reykjavik Bar Summit sem haldin var í byrjun árs 2015 með því að smella hér.
Vídeó
Eftirfarandi myndband sýnir hvernig síðasta keppni fór fram sem haldin var í lok febrúar mánaðar 2015:
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






