Markaðurinn
Þetta er svolítið öðruvísi barþjónakeppni – Finlandia Mystery Basket
Barþjónakeppnin „Finlandia Mystery Basket“ verður haldin fimmtudagskvöldið 22. október, klukkan 22 með fljótandi veigum á Lava barnum í Reykjavík.
Keppnisfyrirkomulagið er skemmtilegt og öðruvísi en við er að búast, keppendur finna sætan long drink kokteil úr því hráefni sem verður í óvissu körfunni og fá allir sömu körfuna.
Keppendur fá 5 mínútur til undirbúnings og smökkunar, 7 mín í keppninni sjálfri. Besti kokteillinn að mati dómnefndar vinnur, refsistig gefin fyrir umframtíma og illa frágengna vinnustöð.
Í vinning er gjafabréf frá Wow air ásamt fjölda annarra vinninga.
Eftir keppni mun DJ Sindri BM halda uppi stemningu til lokunar. Auðvitað verður gestum leyft að smakka kokteilana, ásamt því að góð tilboð verða á barnum fyrir þá sem vilja meira.
Barþjónar geta skráð sig til keppni á [email protected] til 20. október n.k.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit