Sigurður Már Guðjónsson
Tugir íslenskra bakara á stærstu sýningu í heiminum á sviði bakaraiðnar og konditori
Dagana 12- 17. september síðastliðinn var fagsýningin IBA 2015 haldin í München. Sýningin var staðsett að vanda á Messegelände München og fyllti hún heilar 12 hallir að þessu sinni.

Hinn heimsfrægi súrdeigsbakari Chad Robertson frá Tartine bakery í San Francisco var á sýningunni – www.tartinebakery.com
Það voru 1255 fyrirtæki frá 58 löndum sem sýndu vörur sýnar og þjónustu og 77.500 gestir frá 164 löndum heimsóttu sýninguna. Sýningin er sú stærsta í heiminum á sviði bakaraiðnar og konditori og er mjög alþjóðleg í alla staði og til gamans má nefna að 61% gesta sýningarinnar komu erlendis frá og 39% frá þýskalandi. Sömu sögu má segja um sýnendur en 59% þeirra komu erlendis frá og eykst hluti kínverskra sýnenda meir og meir.
Mikill fjöldi íslenskra bakara á sýningunni
Hver einasta sýningarhöll var með sýna sérstöðu, en mesta lífið var í höll B3 þar iðaði allt af lífi frá opnun til lokunar.
Ástæða þess var sú að þar voru landsamband þýskra handverksbakara og þýska konditorsambandið með bása sýna. Alla daga var keppt í bakstri í umræddri höll og ekki var þverfótað fyrir áhugasömu fólki á öllum aldri. Mikill fjöldi íslenskra bakara var líka á sýningunni eða milli 30 og 40 manns.

Sýningin er sú stærsta í heiminum á sviði bakaraiðnar og konditori og til gamans má nefna að 61% gesta sýningarinnar komu erlendis frá og 39% frá þýskalandi.
Flóttamannastraumur til borgarinnar sett sitt mark á sýninguna
Það verður að segja að hinn mikli flóttamannastraumur til borgarinnar sett sitt mark á sýninguna. Aðalbrautarstöðin var full af fólki sem síðan var flutt í tómu hallirnar á sýningarsvæðinu.

-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards