Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hverinn nýttur í bakaríinu
Í bakgarðinum á bakvið bakaríið Almar bakari í Hveragerði eru þrjú stór ker sem hægt er að hleypa hveragufu í. Þannig er hverabrauðið bakað á þeim bæ.
Örvar bakari stendur vaktina við hverinn hjá Almari bakara þegar útsendara Mannlega þáttarins á RÚV ber að garði. Hann setur upp stóra ofnavettlinga og tekur farg ofan af hlemmi til að sýna þáttagerðarmanni ofaní kerið.
Í miðjum gufustróknum og háfaðanum frá hvernum er hinn eiginlegi ofn. Þar má sjá ílátið með brauðinu, sem er soðið í sjóðheitri gufunni. Hægt er að sjóða brauð á sex klukkustundum en hjá Almari er brauðið sett í hver um ellefu og tekið upp klukkan fjögur að morgni.
Útkoman er soðið, dökkbrúnt rúgbrauð. Örvar bakari segir að hverabrauðið sé sívinsælt, bæði meðal ferðamanna sem Íslendinga.
Hægt er að hlusta á Mannlega þáttinn með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af spilara á ruv.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný