Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Góður matarvagn getur kostað nokkrar milljónir – Svo bætist við kostnaður við tilskyld leyfi

Lúðvík, Hulda og Arnþór.
Shirokuma Sushi-vagninn opnaði nú á dögunum, en matarvagninn er staðsettur í Mæðragarði við Lækjargötu.
Áhugaverð grein er hægt að lesa á vef Viðskiptablaðsins þar sem farið er yfir kostnaðarliði á matarvögnum, en góður matarvagn getur kostað nokkrar milljónir.
Það getur verið kostnaðarsamt að reka matarvagn. Vagninn sjálfur getur kostað nokkrar milljónir. Einnig þarf að fá tilskilin leyfi. Óskar Ísfeld Sigurðsson, heilbrigðisfulltrúi og deildarstjóri Matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir að starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins sem gildir til 12 ára fyrir matarvagna kosti rúmar 27 þúsund krónur. Svo þarf að greiða fyrir eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins þegar það kemur í heimsókn. Óskar segir að tímagjaldið sé rúmar 11 þúsund krónur og eftirlitið, ásamt tengdri vinnu, taki venjulega tvo og hálfan tíma, því má áætla að kostnaður vegna eftirlitsins sé rúmar 27 þúsund krónur.
Viðkomandi þarf einnig staðsetningarleyfi hjá götu og torgsölunefnd borgarinnar sem kostar milli 50 og 250 þúsund krónur á ári. Einnig fylgir kostnaður við að tengja vagninn við rafmagn og reka hann sem fer eftir því hvað verið er að selja, sumir þurfa kæli eða heitt vatn, aðstöðu til handþvottar og til að þvo áhöld.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella hér.
Mynd: af facebook síðu Shirokuma Sushi.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





