Freisting
Hafa boðið upp á hádegisverð í 25 ár
Veitingahjónin Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson
Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði er eitt elsta veitingahús á Íslandi og hefur yfir sér mikinn sjarma. Vitinn hefur boðið upp á hádegisverð frá opnun staðarins fyrir 25 árum síðan.
Vitinn hóf að sjá um mat fyrir ýmsar stofnanir hér í Sandgerði síðasta vetur og nú sér fyrirtækið einnig um matseld fyrir stofnanir í Vogum við Vatnsleysuströnd. Matarskammtar í hádeginu eru nú nálægt 900 á dag. Auk þessa býður Vitinn upp á glæsilegan kaffihúsamatseðil, úrval léttra veitinga í bistró umhverfi og fjölbreyttan og girnilegan A la carte kvöldverðamatseðill.
Freisting.is hafði samband við matreiðslumeistarann Stefán Sigurðsson og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Hvaða staði þjónustar Vitinn í hádeginu og hvernig er skiptingin?
-
Grunnskólinn í Sandgerði 190-220 manns
-
Leikskólinn í Sandgerði 114 manns
-
Miðhús eldriborgarar 16 manns
-
Starfsmenn stofnana Sandgerðisbæjar 36-38 manns
-
Grunnskólinn Vogum 210-220 manns
-
Leikskólinn Vogum 100 manns
-
Eldriborgarar 10 manns
-
Starfsmenn Vogar 50 manns
-
Bakkamatur 40-60 bakkar manns
-
Veitingahúsið Vitinn 40-50 matar manns
Hvað vinna margir við framreiðsluna?
Við framreiðsluna vinna 10 manns sem fara á milli staða eftir þörfum.
Hvar fer matreiðslan fram?
Hún fer fram á þremur stöðum:
-
Eldað er fyrir Sandgerði í Vörðunni
-
Eldað er fyrir Vogana í Vogaskóla
-
Eldað er fyrir Vitann í Vitanum, en ýmiss undirbúningur fyrir vitann fer fram í Vörðunni
Það liggur nú beinast við að spyrja, hvenær hefst vinnudagurinn hjá þér og hvenær lýkur honum?
Það er ekki nema von um að þú spyrjir svarar Stefán með bros á vör, en hann er nokkuð langur. Vinnudagurinn á virkum dögum byrjar hjá mér klukkan 05;30 og lýkur um kl. 22°° á kvöldin og stundum lengur, en ég tek mér smá hvíld á daginn eða um eina klukkustund. Ég er með mjög gott starfsfólk og Brynhildur eignkona mín er mín stoð og stytta í þessu öllu saman.
Unnið er að nýrri heimasíðu fyrir Vitann: www.vitinn.com
Freisting.is þakkar Stefáni fyrir þetta stutta spjall og óskar honum velgengni í sínu starfi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin