Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sómi kaupir Þykkvabæjarkartöflur | Kaupverðið er trúnaðarmál
Sómi hefur fest kaup á Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. með þeim fyrirvara að Samkeppniseftirlitið heimili kaupin.
Það hefur verið skrifað undir kaupsamning en beðið er eftir samþykki Samkeppniseftirlits,
segir Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri Sóma í samtali við visir.is.
Alfreð á ekki von á því að gera verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins.
Ætlun okkar er að reka þetta áfram í óbreyttri mynd,
segir hann.
Alfreð segir kaupverðið trúnaðarmál en send verði út tilkynning með nánari upplýsingum þegar kaupin verða formlega gengin í gegn.
Þykkvabæjar hafði verið í söluferli hjá KPMG frá því í vor. Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækið. Viðskiptablaðið greindi frá því að Íslensk ameríska hefði skoðað að kaupa fyrirtækið en ekkert varð úr.
Hluthafar Þykkvabæjar eru á fjórða tug. Fyrirtækið hefur sérhæft sig á síðustu árum í fullvinnslu á kartöflum til neytenda. Rúmlega tuttugu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. Hagnaður þess var 13 milljónir króna árið 2013.
Greint frá á visir.is.
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý