Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sigmundur Ófeigsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norðlenska
Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska mun láta af störfum innan tíðar samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi. Stjórn félagsins mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra um mánaðarmótin og er undirbúningur þegar hafinn. Sigmundur mun gegna starfinu þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.
Sigmundur var ráðinn inn til Norðlenska árið 2001 og hefur stýrt félaginu í gegnum mikla uppbyggingu og náð að samþætta rekstur nokkurra félaga í eitt stórt og öflugt félag. Nú er hins vegar komið að því að leiðir skilji. Stjórn félagsins þakkar Sigmundi fyrir gott starf. Hann hefur verið öflugur framkvæmdastjóri sem hefur ekki eingöngu sett mark á félagið heldur á geirann í heild sinni. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni.
Segir Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska.
Ég stend sáttur upp úr stól framkvæmdastjóra og lít til baka með stolti eftir að hafa skapað, með stekum hópi starfsfólks, öflugt og stórt matvælafyrirtæki. Ég vil þakka stjórn félagsins, eigendum og innleggjendum, svo og frábæru samstarfsfólki mínu fyrir gott samstarf. Ég er sannfærður um að þau munu halda áfram að gera gott félag enn betra.
Segir Sigmundur Ófeigsson.
Norðlenska var stofnað á grunni Kjötiðnaðarstöð KEA árið 2000 er hún var sameinuð Kjötiðjunni á Húsavík. Í kjölfarið keypti félagið þrjár kjötvinnslur Goða hf. Á Akureyri eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, stórgripasláturhús og kjötvinnsla, á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla, á Höfn er sauðfjársláturhús og í Kópavogi er söluskrifstofa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. Ársvelta Norðlenska árið 2014 var um 5.200 m.kr. Hjá fyrirtækinu eru um 195 stöðugildi að meðaltali.
Samsettar myndir: fengnar af nordlenska.is
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or10 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Bocuse d´Or4 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð