Freisting
Besta kaffið kemur frá Panama
Löngum hafa ríkt ríkar hefðir í kringum vín, sér í lagi rauðvín. Bestu vínin eru seld dýrum dómum og sérfræðingar velta spekingslega vöngum yfir árgerðum og eiginleikum einstakra árganga og tegunda.
Hitt vita færri, að það er ekki síður mikilvægt að velja rétta kaffið og að þar líkt og í víninu eru einnig ríkar hefðir.
Nýlega var haldin í Long Beach í Kaliforníu hin árlega keppni sælkerakaffibænda á vegum SCAA (Speciality Coffee Association of America). Tilgangur keppninnar var að velja besta framleiðanda kaffis í heiminum árið 2007. Ríflega 20.000 gestir heimsóttu sýninguna og fylgdust með þeim 104 kaffibændum sem valdir voru úr milljónum bænda frá 38 löndum. Yfir 30 dómarar úr öllum heimsálfum völdu síðan besta kaffið árið 2007.
Sigurvegari þriðja árið í röð var Hacienda La Esmeralda frá Bouqete í Panama með kaffi sem nefnist Geisha (en það er nánast uppselt á heimsmarkaði til 2010, en kílóverðið er u.þ.b. 35.000 kr.). Hér að neðan má sjá röð keppenda:
1. Hacienda La Esmeralda, (Geisha), Panama
2. El Injerto, S.A., Guatemala
3. Delicafe S.A., Costa Rica
4. Jesus Mountain Coffee Company,
5. Oromia Coffee Farmers Cooperative
6. Kau Farm & Ranch Company LLC, (Kona)
7. Carmen Estate, (Monkey- Eco Coffee) Panama
8. Café Importa, Colombia
9. Kau Farm & Ranch Company LLC, Hawaii
10. Volcafe Specialty Coffee, Ethiopia
11. C.I. Racafe & Cia S.C.A., Colombia
12. Café de El Salvador, El Salvador
Panama með besta vistvæna kaffið fjórða árið í röð
Samhliða keppninni um besta kaffið fór fram keppni á vegum Rainforest Alliance samtakanna um besta vistvæna (ecological) kaffið í heiminum 2007. Bættir framleiðsluhættir á búgörðum sem hlotið hafa viðurkenningu Rainforest Alliance samtakanna hafa getið af sér enn betri kaffibaunir. Gæðaeftirlit samtakanna nær til allra þátta kaffiframleiðslunnar, svo sem vatns- og landverndar og betri aðbúnaðar starfsmanna. Allt þetta hjálpar til við að skapa kjöraðstæður fyrir hágæða kaffiræktun. Hér að neðan má sjá röð keppenda:
1) Hacienda La Esmeralda, (Geisha) Panama, 90.04
2) Carmen Estate Coffee (Monkey-Eco Coffee) Panama, 88.96
3)
4) Finca Medina, S.A., Gvatemala, 87.46
5) Grupo Aguadas de Caldas, Kólumbía, 87.04
6) Grupo Associativo de Teruel Procafe, Kólumbía, 87.04
7) El Recreo, Níkaragúa, 87
8) La Bastilla, Níkaragúa, 86.79
9) Grupo Aranzaau de Caldas, Kólumbía, 86.68
10)
Freisting.is hafði uppá umboðsaðila Panama-kaffisins hérlendis, en það er fyrirtækið Latino Iceland Market og eigandi þess er Svavar Guðmundsson.
Er von á Geishu kaffinu til Íslands?
Já, von er á u.þ.b. 30 kg af Geishu kaffinu til Íslands í ágúst og er það nánast allt fyrirfram selt.
Fæst eitthvað af Panama kaffinu hérlendis?
Já, nokkrar af bestu kaffitegundum Panama fást hérlendis í öllum betri stórmörkuðum.
Á Íslandi fæst Apakaffið (the Monkey coffee) sem lenti í sjöunda sæti á heimsvísu auk þess sem það hafnaði einnig í 2 sæti sem besta vistvæna kaffið í heiminum 2007.
Apakaffið er selt í öllum betri stórmörkuðum hérlendis, benda má á að Apakaffið er hvergi í heiminum selt í stórmörkuðum nema á hérlendis!
Palo Alto kaffið er ein vinsælasta og mest selda kaffitegundin í mið-Ameríku.
Froskakaffið er 100% Arabica baunir (typica) besta afbrigðið af Arabica tegundunum.
Bird Friendly coffee er framleitt af einum helsta rágjafa Sameinuðu þjóðanna í kaffirækt og ráðgjafa Starbuck til 10 ára.
Umboðsaðili Panama-kaffisins hérlendis er:
Latino Iceland Market ehf., s:566-7979
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin