Freisting
Kartöfluveitingastaður og dverghöfrungar í Þykkvabæjarskóla
Ferðaþjónustuaðilar í Rangárþingi ytra hafa velt upp þeim möguleika við sveitarstjóra að gera húsnæði grunnskólans í Þykkvabæ að miðstöð fyrir ferðamenn. Hugmyndirnar snúast meðal annars um að opna þar kartöfluveitingastað og hanna ker fyrir dverghöfrunga.
Örn Þórðarson, sveitarstjóri, segist spenntur fyrir þeim hugmyndum um að auka starfsemi í Þykkvabæjarskóla og um leið laða að fleiri ferðamenn á svæðið. Frá því kennsla í skólanum fluttist á Hellu hefur húsnæðið að mestu staðið autt, að undanskildum fáeinum menningaruppákomum og leikjanámskeiðum yfir sumartímann.
Hægt væri að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn með því að vera með ýmsar uppákomur í Þykkvabæjarskóla. Hvort sem það eru ráðstefnur, kvöldvökur eða eitthvað tengt svæðinu, segir Örn en vill ekki upplýsa hvaða ferðaþjónustuaðilar hafa sýnt verkefninu áhuga.
Sumar hugmyndanna eru vissulega nokkuð djarfar og skemmtilegar, eins og að opna kartöfluveitingastað. Slíkir staðir þekkjast þó víða erlendis og upplagt að láta reyna á slíkt í Þykkvabænum. Síðan er önnur hugmyndin að breyta stórri gryfju í húsinu í búr fyrir dverghöfrunga til að svamla um, segir Örn og vonast til að geta útfært hugmyndirnar í samráði við ferðaþjónustuaðila.
Greint frá á Sudurland.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin