Sigurður Már Guðjónsson
Ragnheiður nýútskrifuð úr konditorskólanum í Ringsted| Starfar nú sem Konditor í Mosfellsbakarí
Ragnheiður Ýr Markúsdóttir er nýútskrifuð sem Konditor, en hún lærði fræðin sín í Mosfellsbakarí og útskrifaðist úr ZBC Ringsted skólanum í Danmörku. Hún starfar núna sem Konditor í Mosfellsbakarí og hefur hug á hreyfingu í haust n.k., enda hefur hún fengið skemmtilegt atvinnutilboð. Við lögðum fyrir Ragnheiði nokkrar spurningar og forvitnuðumst um hvers vegna velja kökugerð í stað bakaraiðn, hvað henni finnst skemmtilegast að baka omfl.
Hver er konditorinn?
Ragnheiður Ýr Markúsdóttir heiti ég og er líklegast háværasta manneskjan í bakaríinu. Ég er að verða 26 ára í næsta mánuði og er uppalin í Hafnarfirði þar sem ég bý.
Hver er munurinn á námi í bakaraiðn og kökugerð?
Eins og sumir í skólanum sögðu, þá fáum við konditorarnir að dunda okkur í fíneríinu, meðan hinir drullumalla,
segir Ragnheiður í léttu gríni, en bætir við:
Án alls gríns er munurinn aðallega sá að konditorar sérhæfa sig í kökum/kökuskreytingum, súkkulaði, ís og skúlptúrum. Bakarar eru meira í brauði og bakkelsi.
Afhverju valdir þú kökugerð frekar en bakaraiðn?
Ég er alls ekki mikil brauð manneskja og hef bara ekki þann áhuga á brauði að vilja vinna við að gera það. Skreytingarnar er það sem ég elska að gera, að búa til eitthvað fallegt sem gleður aðra, að sjá svipinn á fólki þegar þau fá kökurnar sínar, eða e-mail með þökkum og hvað þau eru ánægð með kökuna, er líka eitt af því sem ég elska við þetta starf.
Mágkona mín vissi það á undan mér að ég myndi vinna við eitthvað sem tengdist mat, það er ekki það langt síðan hún sagði mér frá því að ég var 10 ára þegar ég gerði mína fyrstu súkkulaði mousse ein, eftir að hafa séð hana gerða í matreiðsluþætti sem ég var oft að horfa á með mömmu minni.
Hvað er námið langt og hvernig er því háttað?
Þetta nám er 3 ár og 7 mánuðir. Ég byrjaði fyrst á því að vera eitt ár á samning áður en ég fór í skólann:
- 2 x 10 vikur sem er grunndeildin, sem er tekið allt í einu.
- 4 x 4 vikur, þær eru dreifðar, þetta eru Konditori annirnar.
- 2 x 1 vika, þessar tvær vikur eru saman og er undirbúningur fyrir sveinspróf og sveinsprófið sjálft.
Hvað vilt þú segja við þá sem hafa áhuga á að læra að verða konditorar?
Ef þú elskar að gleðja fólk og skapa eitthvað nýtt og fallegt, go crazy and go for it! Algjörlega, ég sé alls ekki eftir minni ákvörðun. Konditorar eru listamenn, en með nammi.
Hvað finnst þér skemmtilegast að baka?
Það sem mér finnst skemmtilegast er að gera brúðartertur og þemakökur. Að gera háar og fallegar tertur og að vera partur af svona mikilvægum degi hjá einhverjum er æði.
En svo eru það þemakökurnar sem ég er alltaf svo spennt að fá að gera. Ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir um allskonar kökur og alltaf eitthvað nýtt sem gerir þetta enn skemmtilegra.
Hvaða verkefni þurftir þú að leysa á prófinu og hvað tók það langan tíma?
Verklega prófið er 7 klukkustundir og 45 mínútur.
- 1 x brúðarterta á 3 hæðum á standard stand.
- 1 x kransakökutopp
- fyllt konfekt
- 1 x möndluhring (klassísk dönsk kaka)
- vínabrauð
- 1 x dessert köku
- 1 x kaka með rósum, sprautuðu skrauti og skrift
Ég kláraði á 7 klukkustundum og 10 mínútum.
Hver eru framtíðarplönin?
Heyrðu, mér var boðin vinna í Hörpunni sem ég tók. Ég hlakka rosalega mikið til að byrja þar í ágúst.
Stefnir þú að keppa í framtíðinni?
Já auðvitað vill ég gera það, mér finnst það rosalega spennandi að keppa og auðvitað lærir maður alltaf nýtt.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður