Vertu memm

Axel Þorsteinsson

Foodco kaupir Roadhouse

Birting:

þann

Roadhouse

Foodco er við það að festa kaup á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut. Starfsmönnum Roadhouse var tilkynnt um kaupin í gær.

Foodco er risi á veitingamarkaði en Roadhouse verður tuttugasti veitingastaðurinn í eigu Foodco. Yfir 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu sem á fyrir veitingastaði American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar og Aktu Taktu auk þess að eiga Greifann og Pítuna.

Velta Foodco var 3,2 milljarðar árið 2013 en félagið er að mestu í eigu feðganna Þórarins Ragnarssonar og Jóhanns Arnar Þórarinssonar. Feðgarnir eiga 80 prósent hlutafjár í félaginu. Þá á Óttar Þórarinsson 10 prósenta hlut og félagið Eldheimar, sem er í eigu Bjarna Stefáns Gunnarssonar, á 10 prósenta hlut.

Foodco var stofnað árið 2002. Félagið keypti American Style og Aktu Taktu árið 2004. Árið 2006 keypti Foodco svo Pítuna. Ári síðar bættist Eldsmiðjan og Greifinn í safnið. Það var svo árið 2011 sem félagið festi kaup á Saffran, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um Foodco.

 

Mynd: Sverrir

/Axel

 

 

Axel Þorsteinsson er bakari og konditor að mennt. Axel lærði fræðin sín í Kökuhorninu 2005 til 2009 og Mosfellsbakarí 2009 til 2012, en hann hefur starfað meðal annars á Hótel holti, Apotek Restaurant og Bouchon Bakery. Hægt er að hafa samband við Axel á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið