Vertu memm

Pistlar

„Gamlingjarnir“ fjölmenntu á KM fund á Akureyri – Myndir

Birting:

þann

Klúbbur Matreiðslumeistara

Nú um miðjan apríl var haldin fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara á Norðurlandi og var staðsetningin frábrugðin því sem venja er, þar sem hann var haldin um borð á hinum landsþekkta fiski og tónlistarbáti Húna II.

Ellefu félagar úr Klúbbi Matreiðslumeistara sem kalla sig „Gamlir“ fjölmenntu á fundinn á Akureyri og var mikill gleðskapur í hópnum. „Gamlingjarnir“ voru hæstánægðir með móttökurnar hjá KM-Norðurlandi, en hópurinn gisti á Hótel KEA og í bakaleiðinni til Reykjavíkur, kíktu þau á nýjan veitingastað á Hvamstanga sem heitir Sjávarborg og þar sem vel var tekið á móti þeim með súpu, salat og nýbakað brauð.

Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans:

Klúbbur Matreiðslumeistara

Það ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu þennan föngulega hóp uppstrílaðan í kokkagöllum. Það var ekkert annað í stöðunni en að veifa fólkinu.

Klúbbur Matreiðslumeistara

Boðið var upp á grillmat

Klúbbur Matreiðslumeistara

Hópurinn fékk sér súpu, salat og nýbakað brauð á nýja veitingastaðnum á Hvamstanga sem heitir Sjávarborg

 

Myndir: Guðjón Steinsson

/Smári

 

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið