Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flott handverk eftir Ingiberg og Vignir á Grand | Glæný vara á Grand Hótel Reykjavík
Ástríða, innblástur og sköpun var efst í huga þegar kom að því að þróa nýja vöru fyrir ráðstefnu- og fundargesti á Grand Hótelinu. Þessi nýi ráðstefnu- og fundarpakki er handverk þeirra Ingibergs Sigurðssonar bakarameistara og Vignis Hlöðverssonar yfirmatreiðslumeistara á Grand Hótel.
Í boði er drykkur sem er fullur af fersku grænmeti og ávöxtum, t.a.m. lífrænn gulrótarsafi, appelsína, sítróna, ananas, epli, avokado og mangó.
Heimabökuð gróf rúnstykki, sítrónuvatn og heimagert súkkulaði og ristaðar hnetur, fitness klattar úr höfrum, spelti og sesamfræjum og nýbökuð jógurt speltkaka, ferskir ávextir og önnur heimabökuð hollusta svo fátt eitt sé nefnt, en nánari upplýsingar er hægt nálgast með því að smella hér.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð