Freisting
Úldin ýsa á fiskmarkaði
Sagt var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins í gærdag að línuýsa sem fiskverkandi í Grindavík keypti af markaði á Skagaströnd hafi reynst úldin og óhæf til manneldis.
Fiskistofan skoðaði aflann og segir fiskverkandinn að í skýrslu hennar komi fram að aflinn hafi líklega ekkert verið kældur frá því hann var veiddur á miðvikudagsmorguninn þar til hann kom til Grindavíkur í gærmorgun.
Pétur Gíslason, framkvæmdastjóri Stjörnufisks í Grindavík, segist afar ósáttur með viðskiptin við Fiskmarkaðinn Örva á Skagaströnd. Þetta sé ekki fyrsta skiptið sem hann kaupi þaðan skemmdan fisk. Pétur segir að ýsan hafi verið seld á fimmtudag sem glæný línuýsa og hafi verið landað fyrir hádegi.
Ýsuna keypti Pétur á 105 krónur kílóið. Forráðamenn fiskmarkaðarins buðu Pétri 10 króna lækkun. Þegar hann þáði það ekki var Pétri ráðlagt að fara með fiskinn á markað í Grindavík og selja hann á mánudegi. Pétur hafði samband við Fiskistofu.Pétur ætlar með málið til lögreglu og setja lögfræðing í að innheimta féð. Þá hyggst hann hafa samband við viðeigandi ráðuneyti. Séu mennirnir ekki hæfir til að reka markaðinn eigi að taka rekstrarleyfið af þeim, segir Pétur.
Fréttastofa Útvarps mun hafa reynt árangurslaust að ná tali af forráðamönnum fiskmarkaðarins Örva.
Heimild: ruv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





