Freisting
Sverrir Halldórs – Kafli III
Á heimasíðu Klúbb Matreiðslumeistara er pistill eftir hann Sverrir Halldórsson sem er um þessar mundir í Prag. Sverrir hefur verið duglegur að skrifa pistla um ferðir sínar og er þetta í þriðja sinn sem hann skrifar um ferðina.
Haagen Dazs ísbúð opnar í Prag
Á ferðinni er veitingamaðurinn og konsúllinn Þórir Gunnarsson, en hann opnaði fyrstu Haagen Dazs ísbúðina í Tékklandi nú á dögunum. Þessi ís er talinn Rollsinn í ísnum, ( www.haagen-dazs.com ) og hvet ég ykkur til að smakka hann. Stelpurnar sem afgreiða ísinn fóru á 20 tíma námskeið um ísinn, sögu hans, vinnubrögð, hreinlæti og innihald og ekki síst að það eru engin aukaefni í ísnum. Það var hrein unun að fylgjast með hvað Haagen Dazs menn voru faglegir í sínum undirbúningi.
Þeir í Prag eiga sinn sjónvarpsturn og er hann 216 metra hár og þegar ég sá hann fyrst varð það fyrsta sem mér datt í hug að arkitektinn hefði ekki bara fengið sér í aðra tánna heldur báðar og það vel, því ljótara mannvirki hef ég ekki séð, ( www.tower.cz ) útsýnishæðin er í 93 metra hæð og sést vel yfir, en hæðinni er skipt í 3 hólf sem og veitingastaðnum sem er í 66 metra hæð, en þar rak ég augun í á matseðlinum var Reyktur Lax með sósu Iceland og pantaði ég einn skammt til að sjá hvaða sósu þeir kölluðu Iceland. Þegar rétturinn kom á borðið blasti við mér laxinn með graflaxsósunni ekki ósvipaðri eins og hún er á Holtinu.
Nú hefur maður borðað á nokkrum stöðum og á spjalli mínu við tékkneska kokka þá svipar í grunninn íslenskum og tékkneskum mat hann var grófur mikið eldaður og ekki flókinn, en það sem skilur á milli er að það sem einkennt hefur íslenskan mat er sætleikinn þá er það súrleikinn sem einkennir þann tékkneska. Helstu hráefni sem eru á boðstólum á tékkneskum veitingastöðum er svínahné, endur, rauðkál, hvítkál, snitzel, Stroganoff, Gullash, kartöflusúpur, soðkökur (dumplings) og síðast og ekki síst sítróna, ég held að þeir vilji gefa sítrónu með öllu.
Hér eru menn farnir að staðfæra klassiskann mat til nútímans, svipað og virðist vera að ske víða í heiminum.
Minn skellti sér í fyrradag í rútuferð ( www.bei.cz ) til Brno, en sú borg er í Moravaniu sem er austur og suðurhluti af Tékklandi og er um 2,5 tímar frá Prag nonstop, en Moravania,Bohemenia og Sóvakia voru héruð í gamla Austuríska Keisaradæminu, en þau tvö fyrstnefndu mynda Tékkland í dag. Þar fór ég inn á Grand Hótel ( www.grandhotelbrno.cz eða www.austria-hotels.co.at ) og fékk mér að snæða héraðsmat og var hann bara þrælgóður. Skoðaði mig um og hélt svo til baka ánægður með þennan dag.
Hér á Mariott hótelinu er maður orðin eins og heimaríkur hundur, farinn að vaða um allt, en Prag hefur fengið sinn skammt af kvikmyndatökuliði ekki síður en Reykvíkingar, en í Prag og nágrenni hafa verið myndaðar myndir einsog Mission Impossible, Van Helsing, XXX og nú síðast Hinn eini og sanni James Bond, en aðalatriði Casino Royale er tekið í Prag og allt hefur þetta lið gist á Mariott hótelinu og æft í World Class og eru þakkarbréf uppi um alla veggi frá þessu fólki og svo var ég búinn að finna út úr því að Madonna er að koma í September, þannig að ég spurði stúlkuna í afgreiðslunni hvort þetta væri ekki toppurinn, James Bond i vetur sem leið Sverrir kokkur í sumar og Madonna í haust, smástund leið svo kom svarið; Yes, but who is this Madonna?
Kveðja Sverrir
Greint frá á heimasíðu KM
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Uppskriftir6 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal