Vertu memm

Greinasafn

Eru lærðu framreiðslumenn deyjandi stétt?

Birting:

þann

Stefán GuðjónssonFramtíð lærðra framreiðslumanna á Íslandi hefur aldrei verið eins spennandi og áhugaverð og í dag. Til er nóg af mismunandi störfum að velja úr. Hægt er að fá vinnu á skemmtistað og vinna þá í kringum mikið fjör og læti hvert einasta kvöld, einnig er hægt að fá vinnu á hágæða veitingahúsi þar sem fínleiki og menntun í léttum vínum og vindlum skipta miklu máli. Svo er hægt að fá vinnu í bistro eða kaffihúsúm þar sem léttleiki og góð menntun skipta miklu máli.

  Vegna vinnutimans hjá framreiðslumönnum hafa þeir haldið svolítið saman og haldið góðum kunningsskap við hvorn annann, þetta gerir mönnum kleift að fylgjast með hvað er að gerast í bransanum og hvaða nýjung gengur upp og hvað gengur ekki.

   Framreiðslumenn þurfa að ganga í ýmis hlutverk, til dæmis þurfa þeir að hafa góða kunnáttu um mat, vín, vindla, sterkt vín og matar þjónustuna almennt sem er í boði á staðnum sem þeir vinna á hverju sinni. Í rauninni er þetta svo mikill lærdómur í gegnum árin að starfið krefst mikils aga og áhuga, annars staðna menn.

   Særstu vandamálin í dag hjá framreiðslustéttinni er að fá fólk sem vill læra starfið. Það eru margar ástæður, til dæmis er vinnutíminn ekki talinn eðlilegur, þar sem framreiðslumenn vinna aðallega á kvöldin en ekki niu til fimm eins og algengt er í flestum störfum. Einnig eru framreiðslumenn að vinna nánast allar helgar þegar aðrir eru að njóta góðs af að vera í fríi. Eflaust hugsar margir um vinnutímann og geta ekki ímyndað sér að vera í vinnunni þegar vinir og makar eru í fríi. Önnur ástæða er vegna þess að í starfinu fellst mikið andlegt álag og líkamanleg hreyfing, sem sagt mikil “hlaup” hingað og þangað til að sækja hluti, á meðan margir eru að biðja um athygli þina á sama tíma. Svo má ekki gleyma að það er lítil sem engin tölvutækni falin í starfinu, sem er það sem svo margt ungt fólk er að leita eftir í störfum sínum í dag.

   Frá 1987 til 1995 var framreiðslustarfið illa borgað, stéttarfélagið var í rúst og endurmenntun var lítil sem engin. Framreiðslumenn voru álitnir í besta falli illnauðsynlegt vinnuafl og í versta falli ekki einu sínni nauðsynlegt. Oft var ungu og ófaglærðu fólki falin þjónustustörf, og það þáði allt að þriðjúngi lægri laun en faglært fólk.

   Í dag er öldin önnur, veitingahúsaeigandur sem einu sínni voru með ófaglært fólk, uppgötvuðu að sparnaður var í rauninni engin, þar sem margt ófaglært fólk entist stutt, vann illa og hafði lítið sem ekkert vit né áhuga á starfinu. Það skilaði sér til gestanna, sem þá leið eins og þeir hafi ekki fengið þá þjónustu sem þau borguðu fyrir og þar af leiðandi minnkaði aðsókn á svoleiðis veitingahús hratt og mikið. Einnig hafa mörg veitingahús verið opnuð undanfarin 4-5 ár sem eru í eigu fólks sem hefur enga þekkingu á veitninghúsbransanum en hafa skilning á þvi að það verða að vera faglærðir menn í ábyrgða stöðum sem hafa reynslu í veitinghúsum. Þetta faglærða  fólk er ráðið til að reka veitingahúsin fyrir eigendurna og þeim er ætlað að skila góðri afkoma. Öll þessi atriði hafa gert það að verkum að eftirspurn eftir lærðum framreiðslumönnum hefur stóraukist og laun hafa hækkað.

   Til að bæta allt saman hefur stéttarfélagið sameinast öðrum félögum og úr varð stórt og öflugt félag sem heitir Matvís.

   Endurmenntun hefur einnig stóraukist í formi námskeiða af ýmsu tagi, til að hjalpa mönnum að fylgjast með ýsum nýjungum og breytingum sem eru að gerast í kringum þá. Stærstu rósin í hnappagatið er að kennslan fyrir framreiðslunema hefur aukist og stórbatnað undanfarin 3 ár með tilkomu þess að skólinn var færður yfir í Menntaskólann í Kópavogi og settur í menntaskóla kerfið þar. Þetta gefur nemendum tækifæri á að læra jafnfætis öðrum, ólíkt gamla skólakerfinu þar sem ekkert af þvi sem var kennt fekkst metið í öðrum skólum.

   Einnig á Menntaskólinn í Kopavogi mikið hrós skilið fyrir meisteradeildina sem gefur faglærðu fólki tækifæri á að mennta sig meira og gerir þeim kleift að sinna vinnunni betur.

   Stærsti munurinn á faglærðu og ófaglærðu fólki er kennslan á ýmsu sem almenningur tekur ekki eftir eða veit ekki um, eins og undirbúningur í salnum, skipulagning á starfsfólki, matseðill, vínseðill og miklu fleira, og almennur lærdómur á þjónustulund og að aðstóða gestina sína.

   Viðhorf almennings á framreiðslustarfinu hefur stórbatnað, þó að talsvert meiri kröfur séu gerður en nokkru sinni áður. Það er líka meiri skilningur á þvi að ef fólk vill fá góða og fagmannlega þjónusatu þá verður að vera lærður framreiðslumaður á staðnum. Faglært fólk er líka að gera sér grein fyrir þvi að ef  það vill fá virðingu frá almenningi og hærri laun frá veitingahúsaeigendum, þá verður það að sýna ábyrgð, heiðarleika, þjónustulund og metnað í starfi sínu.

 

Stefán Guðjónsson, Vínþjónn.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið