Uncategorized
Fyrstu yrkin verða sífellt dýrari
Vínbændur í Bordeaux virðast heldur betur ætla að maka krókinn á hinum magnaða 2005-árgangi. Nú hefur Chateau Petrus gefið upp verð á en primeur vín sem ekki hefur verið sett á flöskur og verðmiðinn er litlar 2.300 evrur eða 220.000 krónur – hver flaska!!! Vínfjárfestar eru þó ekki á einu máli um það hvort það borgi sig að kaupa vínið á þessu verði.
Petrus hlaut, líkt og flest önnur Bordeauxvín, glimrandi dóma hjá flestum víngagnrýnendum. Það hlaut þó „aðeins“ 96-100 stig hjá Robert Parker, og því ekki gefið mál að það muni hljóta 100 stig þegar það fer á flöskur eftir 2 ár.
Petrus hefur hingað til verið í dýrari kantinum, svo vægt sé til orða tekið, en aldrei fyrr hefur Bordeauxvín verið verðlagt svo hátt sem en primeur. Fyrir sömu upphæð er hægt að kaupa 1990 árganginn,1989 og 1998 (sem eigandi Petrus segir að sé sá besti í sögu Petrus) kostar „aðeins“ um 2000 evrur (rúmlega 190.000), og þar er um að ræða vín sem hlutu 100 stig og ættu þannig að geta talist örugg fjárfesting.
Hin fyrstu yrkin í Bordeaux slá svo sem ekkert af verðkröfum sínum og hafa flest hækkað um 250-350% frá árinu 2004!
Vínsíðan hyggst halda að sér höndum í þessum efnum og bíða með að fjárfesta í fyrstu yrkjunmu að svo stöddu!
Greint frá á Vinsidan.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille





