Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

RCW undanúrslit – Vídeó og myndir

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend

Undankeppni í Íslandsmóti barþjóna og vinnustaða keppni fór fram í Gamla Bíó og öttu þar kappi 37 barþjónar og sýndu uppá hvað þeir hafa fram á að færa í gerð sætra kokteila. Keppendur fengu 15 mínútur til að gera skreytinguna á drykkinn og svo 7 mínútur til að hrista drykkinn saman og dómnefnd fer eftir er bragð, útlit, angan og heildaráhrif drykkjarins í kokkteilinum.

Vídeó frá undankeppninni:

Úrslit urðu eftirfarandi og hafa unnið sér inn rétt til þáttöku í úrslitinum á sunnudagskvöldið n.k. (raðað eftir stafrófsröð):

5 manna úrslit í RCW:

  • Brooklyn bar
  • Kjallarinn
  • Le bistro
  • Sushi samba
  • Uno

5 manna úrslit Vinnustaðakeppni:

  • Arnar Geir Bjarkasson, Kaffi París
  • Brunó Falcó, Kjallarinn
  • Guðjón Sigurður Hermannson, Kaffi París
  • Hlynur Björsson, Kol restaurant
  • Kári Sigurðsson, Apótek

5 manna úrslit Íslandsmóti barþjóna:

  • Árni Gunnarsson, Gullöldin
  • Elna María Tómasdóttir, Hilton
  • Guðmundur Sigtryggsson, Hilton
  • Leó Ólafsson, Kol Restaurant
  • Stefán Ingi Guðmundsson, Steikhúsið

Gleðin heldur áfram og er fjöldinn allur af flottum viðburðum á helstu veitinga og skemmtistöðum landsins og í dag laugardaginn 7. febrúar er á dagskrá svokallað Master Class á Hótel Plaza frá kl 14, þar gefst gestum kostur á að drekka í sig visku og fróðleik frá nokkrum af fremstu vínsérfræðingum í heiminum, jafn erlendum sem innlendum.

Dagskrá í heild sinni er hægt að skoða með því að pdf_icon smella hér.

Meðfylgjandi myndir eru frá þegar dómnefndir fóru á milli staða og dæmdu þá drykki sem í boði eru á stöðunum 30 sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend og eins í undanúrslitinum.

Dómnefndir fóru á milli staða

 

Undankeppnin:

 

Myndir: bar.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið