Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Guðný og Ingvar opna Mæruna í Hveragerði

Birting:

þann

Ingvar Már Helgason og Guðný Ingibergsdóttir

Ingvar Már Helgason og Guðný Ingibergsdóttir

Guðný Ingibergsdóttir framreiðslumaður og Ingvar Már Helgason matreiðslumeistari hafa fest kaup á sjoppunni Mærunni í Hveragerði sem staðsett er við Breiðumörk 10 í sama húsnæði og Hverabakarí var áður til húsa.

Matseðill Mærunnar

Matseðill Mærunnar

Guðný hóf að læra fræðin sín á Perlunni árið 2002 og útskrifaðist sem framreiðslumaður árið 2005.  Guðný hefur starfað sem vaktsjóri á Kolabrautinni, og í 5 ár í fundarþjónustu í Höfuðstöðvum Arion Banka, ásamt því að vinna í stórum veislum og árshátíðum með.

Námstaður Ingvars var Kristján X á Hellu 2001 – 2002 og Grand Hótel 2002 og útskrifaðist þaðan sem matreiðslumaður árið 2005 og sem matreiðslumeistari árið 2014.  Ingvar hefur starfað á Grand Hótel, Hótel Sögu, ISS á Íslandi og starfar nú í mötuneyti ÁTVR ásamt því að vinna einnig í Mærunni.

Guðný og Ingvar búa núna í Hafnarfirðinum en eru að leita af húsnæði í Hveragerði, en þau opnuðu Mæruna 3. janúar s.l. og er opið frá klukkan 09:30-21:00 á virkum dögum og 11:00-21:00 um helgar, sem er vetraropnunartími og mun breytast í sumar.  Í mars næstkomandi mun ísbúð bætast við í sama húsnæði og sjoppan sem kemur til með að heita Gottís, en í augnablikinu eru sæti fyrir 11 manns í salnum en þeim á eftir að fjölga þegar ísbúðin opnar í mars.

Á matseðli Mærunnar má sjá Tortilluvefjur með grænmeti, kjúkling með og án BBQ, ásamt Quesadilla og mexískósku kjúklingasalati svo fátt eitt sé nefnt ásamt öllu því sem fylgir sjoppu rekstri, nammi, gos, Lottó, ís frá Kjörís og fl.

Nú er stefnan tekin á að bæta við úrvalið hjá ykkur í mars n.k. og þið opnið ísbúðina Gottís og verðið þ.a.l. eina ísbúðin í Hveragerði, hafið þið fundið jákvæð viðbrögð við  opnun ísbúðarinnar?

Já við höfum fundið fyrir jákvæðum viðbrögðum bæði hjá Hvergerðingum og Höfuðborgarbúum sem hlakka mikið til að koma í ísbíltúr í Hveragerði eins og margir gerðu á meðan Eden var uppá sitt besta.  Svo hefur Hveragerði uppá svo margt að bjóða í sambandi við útivist og afþreyingu fyrir fjölskylduna.

, sagði Guðný.

Þar sem þið eruð nú í mekka íssins á Íslandi, komið þið til með að bjóða upp á Búbís? (brjóstamjólk ísinn frá Kjörís sem var í boði á Ísdeginum í Hveragerði í fyrra)

Ég á nú ekki von á því að Kjörís fari í fjöldaframleiðslu á Búbís vegna mikilla vinsælda brjóstamjólkur hjá yngstu Hvergerðingunum, það er einfaldlega ekki nóg framboð af hráefni. En ég á von á mörgum verðandi feðrum í heimsókn í ísbúðina til að svala ísþorsta verðandi mæðra.

Er langþráður draumur að rætast hjá ykkur?

Stundum er betra að stökkva en hrökkva

, sagði Guðný hress í samtali við veitingageirinn.is.

Facebook síða Mærunnar.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið