Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fækkun á bökurum og sífellt meira er flutt inn af brauði
Samþjöppun hefur orðið á bakkelsis markaðnum og hafa bakaríin færst á færri hendur. Þá hefur bökurum jafnframt fækkað og sífellt meira er flutt inn af brauði. Þetta er nákvæmlega sama þróun og á Norðurlöndunum að sögn framkvæmdastjóra Landssambands bakarameistara.
Fækkað um 13
Skráðum félagsmönnum í Landssambandinu hefur fækkað nokkuð á liðnum árum. Í desember 2014 voru þeir 29 talsins en í lok árs 2001 voru þeir 42. Þá voru þeir 39 í lok árs 2003. Fjöldi bakarísbúða innan félagsins hefur hins vegar verið nokkuð stöðugur í kringum sextíu og sýnir það að samþjöppun hefur orðið í greininni.
Þetta er nákvæmlega sama þróun og í nágrannalöndum okkar, bæði á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirtækjum fækkar en þau stækka og sama þróun á sér stað í öðrum greinum
, segir Ragnheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra bakarameistara í samtali við mbl.is en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






