Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fækkun á bökurum og sífellt meira er flutt inn af brauði

Birting:

þann

Bakari - Eftirréttur

Samþjöppun hefur orðið á bakkelsis markaðnum og hafa bakaríin færst á færri hendur. Þá hefur bökurum jafnframt fækkað og sífellt meira er flutt inn af brauði. Þetta er nákvæmlega sama þróun og á Norðurlöndunum að sögn framkvæmdastjóra Landssambands bakarameistara.

Fækkað um 13

Skráðum félagsmönnum í Landssambandinu hefur fækkað nokkuð á liðnum árum. Í desember 2014 voru þeir 29 talsins en í lok árs 2001 voru þeir 42. Þá voru þeir 39 í lok árs 2003. Fjöldi bakarísbúða innan félagsins hefur hins vegar verið nokkuð stöðugur í kringum sextíu og sýnir það að samþjöppun hefur orðið í greininni.

Þetta er nákvæmlega sama þróun og í nágrannalöndum okkar, bæði á Norðurlöndum og í Þýskalandi.  Fyrirtækjum fækkar en þau stækka og sama þróun á sér stað í öðrum greinum

, segir Ragnheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra bakarameistara í samtali við mbl.is en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.

 

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið